Þegar ég heyri þetta og pæli svo í auglýsingunni, sem ég sá í einhverju blaði þá hugsa ég að þeir ættu fremur að titla sig óvinir bílsins. Vegna þess að vinir standa saman í gegnum blíðu og stríðu. Og ef að þú og bíllinn þinn eruð vinir að þá munt þú hugsa um bílinn þinn og hann mun vera góður við þig.

Ég vil hafa bílana mína með reynslu og persónuleika, einnig eru þeir ódýrari kostur og að þeir eyði meiru. Það fer eftir módelum og vélatstærð. t.d. átti ég Swift sem eyddi undir 4 lítrum á hundraðið og þá var hann orðinn 8 ára gamall. Önnur módel hafa getið af sér góð orð varðandi eyðslu, eins og : Fiat uno, Daihatsu Charade, Toyota Corolla og Micran. Þetta eru bílar sem komu á markað í kringum ´88.
Þetta eru Bílar sem þekktir eru fyrir sparneytni og endingu. Ég veit nú ekki betur en að umboðinn titla þessa nýju bíla sýna “Endingargóða” ef að þeir eru að selja þá sem endingargóða og auglýsa þá svo seinna sem gamla skrjóða, þá eru þeir einfaldlega óvægir glæpamenn. Ég veit ekki ef að þú kaupir voru og færð svo seinna að vita að hún hafi verið sama sem gölluð og, er nú komin ný og “betri” í staðinn. Myndi þér ekki líða svoldið illa við það og finnast eins og þeir hafi svindlað á þér.

Það væri gaman að bera saman eyðslu á þessum gömlu bílum og þessum nýju ,því að ég hef ekki alveg trú á því að munurinn sé ekki ýkja mikill. Nýjir bílar hafa meiri rafbúnað sem leiðir að meiri bensín eyðslu. Og því meira af hlutum því meira til að bila.

Endingartími bíla fer trúlega minnkandi með árunum, þið sjáið rakin dæmi þess í gegnum tíðina. Þið getið fundið marga Ameríska bíla sem eru í ágætu standi og hafa tvöfaldan eða þrefaldan aldur þinn. Ef þið takið þá hugmynd og pælið aðeins meira. Mynduð þið kaupa Audi A8 árgerð 2000, árið 2021. Það væri hæpið að svoleiðis bílar væru til þá. Bæði er erfiðara að gera við þá útaf auknum varahlutum, sérstaklega rafbúnaði og annað.

Varðandi umboðin. Þá er verðlagningin alltof mikil á bílum, á Íslandi og í staðinn fyrir að lækka verð á bílum til að geta sellt fleiri bíla að þá hækka þeir verðið (ég vitna í grein hérna á huga). Með þessu eru þeir ekki beinlínis að hjálpa fólki í landinu að endurnýja bílaflota landsmanna.

Slit á gömlum bílum er ekki mikið miðað við það sem þú þarft að borga af lánum á mánuði eða kostnaður á þessu tjékki sem þeir rukka fyrir. Eða þessi auka verðlagning sem þeir láta á bílana.

Pælingin er góð, að láta fólk endurnýja bílaflotann. En þeir þurfa að gefa mikið eftir til þess að það borgi sig.