BMW Mini Cooper S Mini Cooper S
Á næstunni mun BMW setja á markað nýja undirgerð af hinum nýja Mini. Hann mun taka þátt í harðri baráttu margra framleiðanda um peninga neitenda sem vilja litla og kraftmikla bíla. Mun bíllinn fá heitið Mini Cooper S eftir gömlu Austin Mini bílunum sem John Cooper heitinn átti heiðurinn af.
Vélbúnaðurinn í hinum nýja S bíl er ekki af verri endanum, vélin er byggð á sama grunni og Mini One og Mini Cooper en fær að þessi sinni supercharger sem pressar 0,8 bar og intercooler, þar að auki voru gerðar breytingar á sveifarás, stimplum, ventlum, kælikerfi og vélhugbúnaði. Allt þetta gerir að verkum að hin nýja vél skilar 163 hö og togar 210 Nm við 4000 s/min sem kemur bílnum í 100 km/klst á 7,4 s.
Hin nýi Mini Cooper ´S´ fær líka fleira góðgæti frá BMW í formi gripstýringar, spólvarnar og fleiru þess háttar ásamt hinni nýju drive-by-wire bensínstjórnun þar sem rafmagnsmótor er notaður í stað vírs.

Gdawg !W!

Efni fengið af www.mini2.com
-Herra Stór!