Einn af draumbílunum. Bílar veita manni svo mikla ánægju á margan hátt að ég mátti til með að tileinka stutta grein einum af uppáhalds bílunum mínum. Það eitt að skrifa um hann og rifja upp sögu þessa frábæra bíls færir manni mikla ánægju, þó maður gæfi að sjálfsögðu mikið fyrir að fá að prófa hann eða bara að heyra í honum.
Bíllinn sem um ræðir er Lancia Delta Integrale HF. Þetta er og hefur verið lengi einn af draumbílunum mínum og einn af fáum bílum sem kemur blóðinu í mér af stað bara af því að horfa á hann og dreyma.
Þessir bílar gerðu fyrst garðinn frægan í WRC með sigri heimsmeistara 1987. Imprezan í dag er í rauninni að fylgja nákvæmlega sömu formúlu og þessi bíll gerði í þá daga. Götubíllinn var þá 185 hestöfl og að sjálfsögðu fjórhjóladrifinn og með ýmsan tæknibúnað sem gerði hann að tryllitæki sem komst á forsíður bílablaðana víða um heim. Meðal annars var þessi bíll valin bíll áratugarins 1990-2000 af CAR ef ég man rétt.
1989 var kominn tími á 16 ventla og ná hestöflum í 200, þá þegar var hámarkshraði 220 kmh og hröðun í hundrað 5.7 sekúndur sem verður að teljast all verulega gott fyrir ekki fleir hesta en þetta.
Evo útgáfurnar fóru svo af stað 1991 og þá fóru hlutirnir að gerast hratt. Þetta eru að mínu mati flottustu bílarnir og þeir hafa mjög aggresíft útlit án þess þó að segja of mikið til um hvað býr undir húddinu og ljóstra upp raunverulegri getu þessara bíla. Þetta ár skriðu hestöflinn í 210 og togið var orðið geysilegt eða 298 NM við 3500 snúninga á mínútu.
Helstu kostir þessa bíls eru mikill sveigjanleiki vélarinnar í akstri og mikið tog við aðeins 2000 snúninga ólíkt Ipmreza sem þarf frekar hána snúning áður en eitthvað fer að gerast. Þessir bílar eru geysilega vandaðir og að miklum hluta handsmíðaðir og dýrir eftir því. Þeir unnu sex heimsmeistaratitla í röð sem er afrek út af fyrir sig.
Aksturseiginleikar eru frábærir og þetta er bíll sem hrífur alla þá sem hafa prófað hann, því miður er ég ekki einn þeirra, en ég er sannfærður um að þetta sé bíll sem ég þarf að eignast. Vandamálið er bara að það þarf að gerast fyrr en síðar því þessir bílar hækka bara í verði með árunum.
Vonandi smitast einhverjir og taka af mér ómakið að flytja þennan bíl inn svo við fáum enn eina hetjuna á göturnar hér. Hetju sem getur minnt Impreza rækilega á uppruna sinn og fyrirmynd, hetju sem er ennþá meistari WRC götubílanna 10 árum síðar.