Hvað er svona merkilegt við hærri octane tölur.
Og hvað þýðir það,

fyrst bensín og loft saman myndar mixtúru sem springur við ákveðið hitastig, hvaða hitastig það er ákvarðast af.

Hita lofts,
Magni lofts miðað við bensín,
Octance bensíns,
Þjöppu,

Hit lofts: Fyrst því hærri sem hitinn er því minna af súrefni kemst inn og því minni kraftur, en við hærri loft hita þá getur mixtúran sprungið að sjálfum sér,

Magn lofts og bensíns: Því meira loft á móti við bensín því auðveldara er fyrir mixtúrunna að hitna og sprengja sjálfan sig,

Octance bensíns : með því að hafa hærri octance bensín, því meiri hita er hægt að hafa áður en að að mixtúran sprengir sjálfan sig, mjög gott á : Há þjöppu bílum, turbo bílum með boostið á markinu að mixtúran sprengi sjálfan sig, superchargera bílum með hátt boost, nitro bílum,

Þjöppu : Nú erum við komnir að aðal málinu.
Því meiri þjappa því meiri líkur á að mixtúran sprengi sig útaf hita, því að mixtúran hitnar hraðar í meiri þjöppu.

Til eru tvenns konar þjöppur,
Vélar : sú sem vélinn er sett up til að gefa, þ.e hversu mikið rýmið í sprengirýminu er þjappað af stimplunum,

Svo Raun: þjappan sem myndast við aukið loft eða mixtúruna,
Turbo mælingin : meira loft og bensín eykur raun þjöppuna, þannig að bíll með 6psi boost er með Vélar þjöppu uppá 10.0:1 er með raun boost 14.5:1 sem þýðir að turbo vélinn er að virka eins og hún væri með 14.5:1 vélar þjöppu, sniðugt ha.
sama gildir með superchargera.

Þar sem að turbo eykur þjöppuna því fyrr hitnar mixtúran, þannig að ef við komum ekki nógu bensíni inn í mixtúrunna þá sprengir vélinn á undan sér og er ónýt, og segjum að við komum nógu bensínni inn í mixtúrunna, ef mixtúran er 14.7 þá þurfum við annað hvort að kæla loftið þannig að mixtúran verði köld þegar hún kemur inn, þá setjum við intercooler, og ef mixtúran er enn of heit þá getum við sett stærri intercooler þangað til að mixtúran er nógu köld, enn við getum líka notað hærra octance sem tefur hitunina á mixtúrunni,

Þannig að hverju erum við búnir að komast

octance tefur hitunina, þjappa eykur hitunnina, köld mixtúra tefur hitunnina, intercooler tefur hitunnina, turbo eykur hitunina, lean mixtúra eykur hitunina, nitro býr til lean mixtúru sem eykur hituninna,

Þannig að ef maður er með turbo og knock sensora þá getur tölvan aukið boostið og þar með kraftinn og samt haldið upprunalega hitanum réttum og intercooler getur leyft meira boost, sama segir um hærri octance bensín, en flest original bensín kerfi eru ekki með nægilega stórra spíssa eða getur ekki mælt allt loftið sem maður er að troða inn, ef maður væri með nógu gott bensín kerfi þá væri hægt að auka boostið og kraftinn ef maður heldur hitanum á mixtúrinni niðri með nógu stórum intercooler, nógu hárri octance tölu og réttri þjöppu,

Ein góð leið til að auka mögulegt boost er að lækka þjöppu til að lækka raun þjöppuna, ekki gleyma bensíninnu

www.GSTuning.bmwe30.net
Gunnar
GST
Íslandi