Mér datt í hug að benda á stutta frétt hjá www.pistonheads.com (http://nlw2k4.nildram.co.uk:11914/news/default.asp?storyId=2867)en þar er fjallað um nýtt bensín sem Shell hefur sett á markað og heitir þar Optimax. Þetta er að öllum líkindum svipað V-power bensíninu sem var markaðssett hér heima í vor.
Ástæðan fyrir því að ég bendi á fréttina er sú að viðhorfið er allt annað gagnvart nýju eldsneyti í Bretlandi en hér heima. Hér er vantraustið mjög mikið (veit ekki alveg hvers vegna)og margir sannfærðir um að þetta sé allt sama sullið eins og sást vel á Huga í vor. Í Bretlandi er þessu hinsvegar tekið sem kærkominni nýjung fyrir áhugasamt bíladellufólk.
Í þessu framhaldi væri gaman að vita hvort menn hafi prófað V-Power og hvað mönnum finnist í dag. Ég nota þetta sjálfur nokkuð oft, ekki alltaf, en nokkuð oft og alltaf ef ég fer út úr bænum. Ég hef skipt um bíl í millitíðinni frá því að umræðan var um þetta síðast hér á Huga og það virkar alveg eins áberandi á “nýja” bílnum þ.e. minni eyðsla, en fyrst og fremst minna bank og þýðari gangur og bíllinn er allur frískari á háum snúning (4000 - 7000).
Einnig hef ég spjallað aðeins við bíldælinga og er mér tjáð að mótorhjólakappar taki V-Power undantekningalaust en áhuginn hafi aðeins dofnað hjá almenningi. Þó séu margir fastakúnnar sem taki þetta í annað og þriðja hvert skipti.
Það væri gaman að vita hvað mönnum finnst í dag nú þegar einhver reynsla er kominn á þetta.