Nýr VW Polo Enn og aftur hefur Volkswagen endurhannað Poloinn og von er á honum næsta vor. Nýja hönnunin er byggð á undirvagni Skoda Fabia og er 154mm lengri en núverandi Polo og er hjólhafið einnig aukið um 53mm.

Bíllinn verður boðinn í 3 og 5 dyra útfærslu með vali á fimm vélum, 2 bensín og 3 díesel og 5 gíra beinskiptingu eða 4 gíra sjálfskiptingu. Vélarnar verða:

Ný 1.2L bensínvél sem gefur 65 hestöfl.
1.4L bensínvél sem gefur 75 hestöfl.
1.9L SDI dieselvél sem gefur 64 hestöfl.
1.4L TDI PD dieselvél sem gefur 75 hestöfl.
1.9L TDI PD dieslevél sem gefur 100 hestöfl (sama og í Passat).

Seinna á næsta ári er von á þremur nýjum vélum, þar á meðal 1.4L FSI bensínvél sem gefur 85 hestöfl.

Bíllin verður hlaðinn búnaði, þar á meðal stöðuleikakerfi (ESP), hemlunarflýtir (HBA), ný gerð af miðstöð, ABS bremsur og fjórir loftpúðar. Einnig verða fjórar mismunandi gerðir af innréttingu.

Forvitnilegt verður að sjá hvaða vélar verða í boði hér á landi. Bíllinn verður örugglega ansi skemmtilegur með 100 hestafla dieslevél.
Vonandi mun Hekla byrja að flytja inn Lupo þegar þessi nýji Polo kemur svo það verði enn til lítill og léttur Volkwagen á markaðnum.