Hérna kemur smá listi yfir orðatiltæki og fleira sem notað er í sambandi við að tjúna bíla og um bíla almennt… margir hafa heyrt þessi orð en vita kannski ekki hvað þau þýða…(ég ætla ekki að útskýra hluti eins og stimpla, hedd osfrv.)

Ás
kambás, knastás, (camshaft), öxull sem sér um að opna og loka ventlum.
Heitur ás er ás sem opnar ventla lengur og meira en kaldur ás. (kaldur ás er betri fyrir meira torque)

Torque
Togkraftur vélar

Flækjur
pústgreinar, (headers), púströr sem eru smíðuð með þeim tilgangi að auka kraft vélarinnar á ákveðnum snúningi,

Bein innspýting
Tölva sem sér um að dæla bensíni beint inn á cylindra, (fuel injection) í gegnum rör og spíssa, spíssarnir eru settir í heddið eins og kertin.

Blöndungur
Tæki sem sér um að setja bensín inn á vélina, oft kallað Tor, (carburator), t.d. er 4 hólfa tor með 4 hólf sem sjá um að setja bensínið inn á vélina, vinnur á sogi frá vél.

Þrykktur stimpill
(forged piston) Stimpill sem er pressaður þegar hann er smíðaður, þ.e. venjulegir stimplar eru steyptir í móti, en þegar stimplar eru “þrykktir” þá er efninu hellt í mót og svo eru þeir pressaðir, gefur betri styrk. Þrykktir stimplar stækka meira við hita en venjulegir,, þess vegna má aldrei þenja vélar með þrykktum stimplum fyrr en þær hafa hitnað vel.

Millihedd
Vélarhlutur notaður í V vélar, þ.e. V8, V6 osfrv, blöndungurinn liggur ofan á milliheddinu og milliheddið er í raun bara göng frá blöndung í cylindra. (sama og soggrein í línuvélum)

Twin Cam
2 knastásar sjá um að opna/loka ventlum, oftast sér annar um útblástur en hinn innsog.
(ekki algilt)

Læst drif
(Posi Lock), breyting á drifi sem gerir það að verkum að bæði hjól taka á samtímis.

Trans Pack.
Sérhannaður pakki sem er settur í sjálfskiptingar til að þær skipti sér harðar og betur, ekki æskilegt að nota í fjölskyldubílinn.

Nitro
Gas sem er notað á vélar til að kæla bensíngufurnar, þar af leiðandi kemst meira bensín inn á vélina = meiri kraftur, ath., Nitro gasið er ekki eldfimt og já,, það virkar sem hlátursgas,,, (hef prófað)

Ál hedd, ál millihedd og álvélar.
Í raun alveg það sama og steypujárns hlutir, bara léttara.. það skiptir talsverðu máli því t.d. hedd á big block V8 er ekki létt stykki. (og það eru 2 stk) og reyndar er kæling hraðari, sem og hitun…

Millikassi
(transfer case) Kassi undir jeppum sem sér um að skipta aflinu milli fram og afturdrifs.

Forþjappa
(turbo) pústið sér um að knýja lítið hjól sem á móti ýtir lofti inn á vélina,, (einfaldasta skýringin)

Intercooler
Virkar eins og vatnskassi, nema það er loft sem fer í gegnum intercooler og þaðan inn í túrbínu, það sem intercooler gerir er að kæla loftið þannig að það kemst meira loft inn á vélina,, því kaldara loft = meira loft

Keflaforþjappa
Sama prinsip og turbina, nema það er belti sem knýr þessa,, (Supercharger)

Kraftpúst
Pústkerfi sem á að vera hannað með hámarks loftflæði miðað við ákveðinn snúning..

Man einu sinni eftir einum töffara á BMW sem var mikið á rúntinum fyrir nokkrum árum,, hann fullyrti að Bimminn hans væri með beina innspýtingu, 4 hólfa tor, flækjum og túrbínu… en hann sást aldrei gefa þessu tryllitæki.. ;) (reyndist svo vera venjulegur 320i)

man ekki eftir fleiru í augnablikinu,, munið þið eftir einhverju?
endilega bætið við og búum til góðan lista…