Mér finnst allir í dag vera að pæla í einhverjum óraunhæfum ofurbíl. Er engin þarna úti sem er með einskæran áhuga á gömlum viðráðanlegum ofurbílum. Svo sem Chevy. SS camaro eða Corvettu.
Ef við pælum í kostum þá eru þetta talsvert ódýrari bílar með meiri getu en nær allir þessara nýju bíla, flottara hljóð, þola að reyka og ef þú flytur fornbíl inn þá losnarðu við þungaskatt á bílnum.

Ég er talsvert mikið á rúntinum og þá sér maður þessa subaró útúrtjúnaða bíla og einstaka sinnum (þó oftar á sumrin. Akinn á fimtudögum) Þá sér maður þessa gömlu amerísku. Þá brýst út þessi tilfinning að þegar að maður heyrir í gömlu átta gata vélinni sem brýst út jafnmikið og hávaðinn í Ameríska draumnum. Þessi fílíngur lætur mann vilja henda sínum framm af kletti og búa í bílskúrnum hjá náunganum sem á þennan átta gata.
Ég veit ekki er þessi hugsun jarar hún við einhvert brot af pervertisma?

En allavega svona hugsa ég og kvet eindregið fólk til þess að finna sér sinn, gamla ameríska bíl og bæta þar með bílamenningu Íslands sem er núna umsetin af nýjum Golfum, subaróum og hondum.

Meira um ameríska, Hönnuninn er klassísk og línurnar munu alltaf vera í tísku. Vélarnar endast fyrir lífstíð og þú þarft minna viðhald á þessum bíl heldur en á nýjum japönskum. Afhverju ef þú eyðir pening í að gera hann alveg upp þá er lítið sem fer í þessum bílum því að eins og einn segir um tölvur, abs og rafmagn í öllu, það er bara meira til að bila. Þetta er náttúrulega alveg rétt ef þið pælið í því. Hlutirnir í gömlu bílunum eru sterkari svo sem allt drif gírkassi og boddý. Því að í nútímanum þá er verið að spara með álblöndum. Ókostir við marga ameríska bíla er að þeir eru svo sterkir að ef þú klessir á kyrrstæðan bíl á 80 þá munt þú ekki eyðileggja þinn eins mikið og þú myndir eyðileggja japanann. En hinsvegar væri álagið útfrá hröðuninni í 0 kmh, vera of hröð fyrir líkamann og hann gefur sig. En bíllinn lifir áfram ;)

Varðandi vélar þá er viper með 10 cylendra og nær 400 hestum.
Corvetta ´73 með 454 8 cylendra er 640.
vettan vinnur því hún er einnig aðeins léttari og talsvert ódýrari.

Persónulega ef ég myndi fá mér svona bíl, þá myndi ég fá mér hann af þeim ástæðum að þetta er gamall draumur, fallegt útlit, Yndislegt hljóð, ódýr og endist vel. Persónulega myndi ég ekki vera mikið í hraðakstri, frekar í upptaki, ath hvað hann er snöggur upp.

nokkrir linkar. (vegna þess að ég get ekki sniðið myndirnar í þessari tölvu)

http://home.earthlink.net/~gellett/
http://links.chevelles.net/links/Garage/
http://peachstatechevelles.com/ <———-en þessi linkur liggur niðri endilega tékkið reglulega á því hvort hann sé ekki að koma upp aftur. Hann auglýsir og selur gamlar vettur.