Saga 3 línunnar.

Fyrsta 3 línan var kynnt árið 1975. Það módel fékk nafnið E21 og var fáanlegt með fjagra strokka vél; 316 / 318 / 320 / 320i. Árið 1977 komu sex strokka; 320 / 323i týpur í stað; 320 / 320i fjögurra strokka. Tveimur árum seinna fékk 3 línan smá útlitsuppfærslu og árið 1981 kom 315 á markaðinn.
Í lok ársins 1982 var nýja E30 línan kynnt. Var hún fáanleg sem fjagra strokka; 316 / 318i týpur, eða sem sex strokka; 320i / 323i. Árið 1985 tók 325i við af 323i og kom 324d á markaðinn ásamt fjórhjóladrifnum 325ix. 320i / 325i Convertible komu á markað seinna sama ár. Síðla árs árið 1987 var útlit 3 línunnar uppfært og BMW kynntu 324td ásamt nýjum Touring.
Í nóvember árið 1990 kom nýja E36 línan. Hún hafði M40 fjagra strokka vél í; 316i / 318i og nýja M50 6 strokka í; 320i / 325i bílunum. Árið 1991 bætti BMW 325td og 1992 varð 3 dyra Coupe fáanlegur. Nýr Convertible var kynntur árið 1993, fjögurra strokka týpurnar fengu nýja M43 vél, 316i Coupe kom á markað ásamt nýjum 325tds. Lok árs 1993 kynntu BMW; 316i / 318ti Compact bílana og 1994 var fjögurra strokka 318tds sett á markað. 328i kom í stað 325i og Convertible var nú einnig fáanlegur sem fjagra strokka 318i og sex strokka 320i. Árið 1995 tók E36 Touring við af E30 Touring og ári seinna kom fjagra strokka 318is. 316i Touring og 323ti Compact voru bætt við ári seinna.
1998 var nýja E46 línan kynnt. Hún fékkst sem fjagra strokka; 318i / 320d og með sex strokka; 320i / 323i / 328i. 1999 komu Coupe og Touring í E46 stílnum og kynnti BMW 316i Sedan og sex strokka 330d. Nýi E46 Convertible og; 330i / 330ix komu á markað árin 2000 og 2001. BMW settu nýja compact bílinn á markað á sama tíma og þeir uppfærðu Sedan og Touring týpurnar. 323i var tekinn út fyrir 325i og 318i fékk glænýja „valvetronic“ vél. Einnig voru nú fáanlegir 318d og fékk 320d týpan nýja og sterkari vél. 2003 var útliti Coupe og Convertible breytt, 330xd varð fáanlegur í fyrsta sinn ásamt því að BMW kynnti nýja dísel Coupe bíla; 330Cd og 320Cd. Ári seinna fylgdi Convertible í sömu spor, fékk dísel vél og fyrstu myndirnar af E90 bílnum voru birtar. Hann kom út ári seinna (2005).

Upprunalegur texti á:
http://bmwinfo.com/23000.html

Þessi texti er ekki eftir mig heldur þýddi ég hann bara eftir bestu getu, því mér finnst ekki nógu gott aðgengi að upplýsingum um BMW almennt á íslensku.
Endilega að kommenta á hvort áhugi sé fyrir því að ég komi með fleiri svona pósta eða ekki, hvort þið viljið fá myndir með? Látið vita það sem má laga og jafnvel það sem þykir gott. :) Takk fyrir.

Hjörtur Ólafsson.