Sælir..
Ég er í mikilli bílakrísu þessa dagana. Núna ek ég um á Passat sem er ágætis bíll en vita kraftlaus (125 hp). Það sem ég er að spá í er að skipta um bíl og fá mér frekar eldri bíl en með meira power en hann má ekki kosta meira en milljón. Ég er með tvö stykki Jagúar í sigtinu (lengi verið fan). Annar er árg. ‘85 og sett á hann milljón hinn er ’89 en sett á hann 900.000.
Það sem ég er að fiska eftir hérna er það hvort að það sé skynsamlegt af mér að kaupa jagúar yfirhöfuð?
Gott væri ef einhver sem hefur einhverja þekkingu á Jagúar gæti lagt orð í belg og hjálpað mér að ákveða mig..

kv.
Saabste