Jæja.

Var að keyra heim úr vinnunni í dag, er stopp á ljósum Snorrabraut/sæbraut og er þar að fara taka U beygju, Allt gott og blessað með það… bíð bara í sakleysi mínu eftir grænu, og svo er komið grænt án þess ég taki eftir gulu… set í fyrsta og keyri aðeins áfram, lít svo af einhverjum ástæðum til hliðar, og negli niður þar sem að 16 tonna rúta keyrir framhjá mér, yfir á rauðu ljósi og bara beint áfram, það munaði svona hálfum meter að gaurinn hefði lent á hliðina á húddinu hjá mér, og þá væri ég nú varla að skrifa þessa grein…

Spurning dagsins er: Ég náði númerina á bílnum, rútunni þ.e.a.s. og er að velta fyrir mér hvort það sé hægt að gera eitthvað í þessum málum, ss, kæra þetta? Ég var með tvö vitni í bílnum hjá mér….

Þetta fannst mér allavega vera helvíti close call… Endilega tjáið ykkur um þetta…