Ég, eins og flestir þeir sem eiga bíla og aka um á þessu landi, er búinn á fá mig fullsaddan á þessu bensín-okri, þessu samsæri milli olíufélaganna. Ekki getur maður hætt að kaupa bensín til að sporna við þessu þannig að mín tilaga er þessi:

Við hættum að versla annað en bensín á bensínstöðvum!

Við kaupum ekki aftur nammi eða gos eða neitt annað en bensín á bensínstöðvum, og þá helst sjálfafgreiðslustöðvarnar.

Förum frekar út í sjoppu eftir pylsu, samlokum, nammi og þess háttar.

Er þetta ekki málið?