Ég er nýlega fluttur úr landi og eitt af því fyrsta sem ég tók eftir hérna er það að hér eru rosalega margir disel bilar. Og ég fór að velta fyrir mér af hverju það væru ekki fleiri á Íslandi? Ég meina hérna eru disel bilar sem maður hélt að væru ekki til, t.d Toyota Corolla ,Golf,Nissan Almera,Mazda 323,Peugot 205,306, Fiat,Seat(mikið af þeim hérna) Colt og allskonar bílar smábílar. Ég geri mér grein fyrir að þessir bílar eru ekki eins kraft miklir en þeir eyða minna og menga minna. Svona bílar myndu henta þeim sem ekki eru alltaf að spyrna við allt og alla og fyrir utan það að þá eru disel vélar miklu endingarbetri.
Gerðu hlutina almennilega eða vertu heima.