Ferðamenn óupplýstir Stór hluti þeirra sem lögreglan á Blönduósi hefur stöðvað fyrir hraðakstur í sumar eru erlendir ferðamenn á bílaleigubílum. Að sögn lögreglunnar eru þeir ekki upplýstir um hámarkshraða á þjóðvegum landsins og keyra þess vegna hraðar en leyfilegt er. Engin umferðamerki sýna hve hratt má aka utan þéttbýlis en gert er ráð fyrir að fólki sé kunnugt um hraðatakmörkin. Einu merkin sem sjást þegar ekið er út fyrir borgarmörkin sýna að ekið sé utan þéttbýlis.

Eftir að ég las þetta fór ég að pæla, getur virkilega verið það séu engar hraðamerkingar!?
Já, það held ég, ég er viss um það að ég hef ekki tekið eftir því, maður bara veit að það er 90km/klst á malbiki og 80km/klst á möl.
Þetta finnst mér nú bara asnalegt, við getum ekki búist við því að túristarnir viti þetta, eða hvað, eiga kannski bílaleigurnar að segja þeim það…?
Just ask yourself: WWCD!