Litaðar filmur í hliðar framrúðunum Mig langar til þess að fá umræðu um þetta topic á þessum hluta þessa vefs.

Ég hef síðan að ég fékk bílpróf alltaf verið með litaðar filmur í bílnum (5ár) og þá einnig hliðarframrúðunum, nokkrum sinnum verið tekið fyrir það jú en tel samt og held því sterklega fram að þetta ætti EKKI að vera ólöglegt, afhverju ekki? jú hérna koma nokkrar ástæður:

Öryggi:

Ef að keyrt er á þig og segjum að þú værir með barn í bílnum, hvað gerist ef þú værir ekki með filmur? jú glerið á það til að spýtist yfir barnið og sjálfan þig, en þá segir lögreglan “þú þarft ekki að hafa litaða filmu til þess” rétt! þess þarf ekki en samt sem áður er það öryggisatriði.

Þægindi:

Lögreglan segir að hafa litaðar filmur geri það að verkum að erfiðara er að sjá útum gluggan, well döh já en þann ljósleika sem ég er að tala um hérna (ljósasta) er ekkert meira heldur en því að vera með sólgleraugu, á þá ekki að banna sólgleraugu í umferðinni fyrst að þetta skerðir útsýn ökumanns ég bara spyr.
Sem sagt þægindin eru að maður blindast síður af sólinni að hafa litaðar filmur í rúðunum.

Siðan eru náttúrulega fleiri ástæður utan þess hvað lögin segja til um ahverju gott sé að
En ég ætla ekkert að vera nefna þær hérna enda ætti það ekki að segja til um hvort þetta ætti að vera löglegt eða ekki.

Það er alltaf verið að tala um öryggi í umferðinni og alltaf verið að reyna bæta það, afhverju er þetta þá bannað?

En þetta eru svona “my thoughts” um afhverju þetta ætti að vera leyfilegt hvað finnst ykkur?

Haukur Már Böðvarsson
haukur@eskill.is
www.bodvarsson.com
Haukur Már Böðvarsson