Nú auglýsir Shell nýtt bensín svo kallað Shell V-power 99+. Við skoðun kynningarbæklings sem liggur frammi á Shell bensínstöðvum verður ekki betur séð en þar sé farið vísvitandi með staðlausa stafi. Þar er fullyrt að þetta bensín sé framleitt sérstaklega fyrir Skeljung á Íslandi og fáist ekki annarstaðar. Ef rétt er hvernig stendur á því að notað er erlent heiti yfir þessa sér íslensku vöru? Þarsegir að Michael Schumacher hafi brugðið sér í ökuferð og prófað bensínið fyrir Shell. Er það líklegt að Ferrari hafi lánað bílinn sem búinn er með vél sem kostar einhverja tugi ef ekki hundruð milljóna til að prófa einhverja bensínblöndu fyrir Skeljung á Íslandi ? Hvað ætli Skeljungur hafi þurft að borga fyrir greiðan, lánið á bílnum og þá ekki hvað síst M.Schumacher fyrir aksturinn og að láta mynda sig að hella herlegheitunum á bílinn? Hann skítur ekki nema fá greitt fyri það. Hann tekur t.d. 1 lítinn miljarð króna (1000 milljónir) á ári fyrir að vera með húfuna á hausnum. Ég hugsa að þessi pakki hefði kostað þá upphæð að Skeljungur hefði ekki ráðið við hann. Að auki er að því látið liggja að gæði og kostir V-Poewr séu þvílíkir að maður fær það á tilfinninguna að bilaðar vélar grói sára sinna verði þær látnar ganga á stöffinu. Skeljungur ljúgið ekki að neytendum, segið sannleikann.