Þar sem bílaáhugamálið hér á huga er í lægð á sumrin ákvað ég bara að senda hér smá grein um mína bílasögu.

Eins og flestir ungir strákar sem eru nýbúnir að fá bílpróf er draumurinn að eignast flottann sportara, helst 300+ hö. Þannig var það hjá mér líka en mínir bílarnir hafa eiginlega verið meira í hina áttina.

Skodi 120 1200cc árg. 1986 var minn fyrsti bíll. Sá bíll gekk aldrei heilan snúning, enda varla þekktur fyrir annað. Ætli þessi bíll hafi verið það næsta sem ég hef komist til að keyra ofursportara, því vélin er staðsett í skottinu og afturhjóladrifinn og flott. En hann entist ekki lengi, nánar tiltekið í 5 vikur þá gafst ég upp. R.I.P

LADA samara 1300cc árg.1987 var minn annar í röðinni, sá bíll bara vildi ekki gefast upp. Þessi bíll var víst smíðaður í rússlandi, og ekki eru þeir þekktir fyrir gæðabíla, en minn stóð sig eins og hetja, þar var ekki fyrr en mín fyrrverandi var búinn að klessukeyra hann þrisvar sinnum að hann gafst loksins upp enda gamall og þreyttur. R.I.P

Toyota corolla 1300cc árg.1991 sjálfskiptur var minn þriðji bíll. Ætli hann hafi bara ekki verið þessi venjulegi fjölskyldu bíll, hann gékk ágætlega en afskaplega kraftlítill. En það er ekki öll sagan, þegar ég keypti bílinn vantaði gólfið í hann, bókstaflega, það eina sem hélt sætunum uppi voru nokkrir boltar og teppið í bílnum. Sá sem seldi mér bílinn sagði að hann væri í toppstandi og ég féngi bílinn fyrir smáaura vegna þess að hann væri að flytja úr landi, þannig að ég sat uppi með flintstone bíl. En minn maður dó ekki ráðalaus heldur fór inná plastverkstæði hjá frænda gamla og bjó til nýtt gólf og seldi bílinn aftur fyrir fullt af pening, reyndar sagði ég kaupandanum alla söguna og hann tók bara vel í það. En tveimur dögum eftir að ég seldi bílinn var búið að klessukeyra hann. R.I.P

Toyota corolla 1300cc árg.1999 var minn fjórði bíll. Ágætis bíll í alla staði bilaði aldrei og fór alltaf í gang, en það vantaði alla sál í bílinn og var þessvegna bara leiðinlegur.

Renault Megane 1600cc árg.2001 var minn fimmti bíll, bíll sem gékk og gékk og gengur reyndar ennþá. Það var mjög gott að keyra bílinn lipur þægilegur og ágætis kraftur miðað við vélarstærð.

Renault Megane 1600cc árg.2005 er minn sjötti bíll , beint úr kassanum og í mínar hendur. Þetta er minn fyrsti nýji bíll og ég hef bara góða sögu að seiga um þennan bíl, kraftmikill og rúmgóður ( einsog þeir seiga í öllum bílaauglýsingum ). Ég setti hann á 17" krómaðar álfelgur sem ég fékk með bílnum og lúkkar bara ágætlega með sinn breiða rass. :)
Ég ætla að reyna að eiga þennan í einhvern tíma nema að maður gerist alvöru íslendingur og flytji eitthvað inn frá Ameríku, eitthvað sem er 300+ hö
Ég bara mátti til.