Um daginn varð hræðilegt bílslys í Grindavík þar sem ökumaður á sinu öðru akstursári keyrði á ljósastaur á mjög mikilli ferð. Ökumaðurinn var nýbúin að fá sér nýjan amerískan bíl (Nánar tiltekið Trans-Am).
Það sem maður hugsar til þegar svona gerist er hví?, afhverju þurfti þetta að gerast?, og hefði verið hægt að koma í veg fyrir þetta?


Það er alltaf leiðinlegt að finna sökudólga í svona málum. Ökumaðurinn ók alltof hratt með þeim afleiðingum að þetta gerðist. En er það svo einfallt? Ég meina hvort er það barninu eða brunninum að kenna ef barnið dettur ofaní hann?
Ég ætla ekki að leitast við að finna svar við því, heldur ætla ég að koma með tillögu

Ef að reynslulitlum ökumönnum væri hamlað að eignast vist kraftmikla bíla, myndu þá ekki slysum sem þessum fækka?
Útí Noregi eru svipaðar hömlur. Þar virkar tryggingakerfið þannig að reynsluminni ökumenn fá ekki tryggt bíla fyrir ofan vissa hestaflatölu, og þeir sem eiga bíla fyrir ofan þessa tölu meiga ekki lána þá reynslulitlum því þá virkar bíllinn sem ótryggður (svipað og með ölvunarakstur hér).

Það fór mikill tími í að finna út hvar ég ætti að koma þessari grein fyrir, en af einhverjum ástæðum (veit ekki hverjum) varð bílaáhugamálið ofaná. Ég er kannski ekki sá vinsælasti núna á þessu áhugamáli, að koma með tillögu um að banna sumum mönnum að eiga kraftmikkla bíla til bíladellumanna er kannski ekki svo viturlegt heldur. En hugsið ykkur svo að þetta getur afstýrt sumum slysum, og eru manslíf ekki verðmætari en einhver Ford Mustang sem þú getur hvort eð er eignast eftir 2-3 ár?