Bayerische Moteren Werke Eftir farandi er ritgerð sem ég skrifaði í íslensku í febrúar (er í 9. bekk). Það mátti velja ritgerðarefni og ég ákvað að skrifa um BMW. Vona að ykkur líki þetta ;)

Inngangur!!!
BMW er skammstöfun á Bayerische Motoren Werke en það fyrirtæki er þekkt fyrir að framleiða lúxusbíla. BMW er þýskt að uppruna og er aðallega starfandi þar en fyrirtækið á einnig verksmiðjur í Englandi, Frakklandi, Austurríki, Suður Afríku og BNA.

Upphafið!!!
Bayerische Motoren Werke (skammstafað BMW) var stofnað þann 21. júlí árið 1917. Með aukningu og útþenslu í huga, reisti fyrirtækið stóra verksmiðju nálægt Oberwiesenfield flugvellinum í München.
Hönnun fyrsta BMW mótorhjólsins var tilbúin sumarið 1947 og fyrsta eintakið af BMW R 24 var vinningur í hlutaveltu meðal starfsmanna fyrirtækisins stuttu fyrir jólin árið 1948. Fyrsta fjöldaframleidda módelið seldist aðallega úti á landi vegna stríðsins og áhrifa þess eftir á. Þar að auki voru 18% af öllum vélum BMW innfluttar erlendis frá frá árinu 1950.

Ris og vöxtur!!!
Árið 1959 komst BMW nálægt gjaldþroti en var bjargað af litlum og liprum bíl, BMW 700. Bíllinn var ítölsk hönnun og með BMW vél í bakhlutanum. Bíllinn var óhemju vinsæll meðal almennra bílakaupenda og sem kappakstursbíll. Með þessu endurheimti BMW stöðu sína á markaðinum og tók sér síðan fyrir hendur ný og fersk verkefni með framlengdu trausti.
Utanhússútlit nýju aðalskrifstofu BMW var tilbúið í tíma fyrir Ólympíuleikana árið 1972. Áframhaldandi vöxtur fyrirtækisins varð til þess að fyrirtækið var vaxið upp úr nýja húsnæðinu þegar það flutti þangað sama ár.

BMW í nútímanum!!!
Snemma á 9. áratugnum keypti BMW nokkra fyrrverandi bragga í norður úthverfi München og ákváðu að breyta þeim í Ranssóknar og Nýsköpunar miðstöð (FIZ). Hún samanstóð af hönnun, samsetningu, prófunaraðstöðu, smíði á frumgerðum og stjórnunarveri. Fyrsta starfsfólkið hóf að vinna þar 1985. Þar var þó opnað opinberlega árið 1990.
Með vörumerkin BMW, MINI og Rolls-Royce Motor Cars innanborðs, hefur BMW group verið að einblína á viðurkenningar á alþjóðlegum bílamarkaði allt frá árinu 2000.

Verksmiðjur BMW!!!
BMW á 22 verksmiðjur víðsvegar um heiminn. Þar af eru:
15 í Þýskalandi
3 í Englandi
1 í Frakklandi
1 í Austurríki
1 í Suður-Afríku
1 í Bandaríkjunum

BMW á Íslandi!!!
Í janúar árið 1964 fékk Kristinn Guðnason hf. umboð fyrir BMW bílum á Íslandi en fyrstu bílarnir komu svo til landsins í mars sama ár. Það voru tveir BMW 700 og einn BMW 1500.
Kristinn Guðnason hf. var með umboðið fram til desembers 1988, þegar fyrirtækið “Bílaumboðið” keypti reksturinn. Árið 1995 tók svo B&L (Bifreiðar og landbúnaðarvélar) við umboðinu og hefur haft það síðan.
Bifreiðar frá BMW hafa selst vel hér á landi síðastliðinum árum og fátt kemur í veg fyrir áframhaldandi sölu á Íslandi.

Lokaorð!!!
Ég held að framtíð þessa bíls verði björt og bílarnir haldi áfram um ókomna tíð að streyma út úr verksmiðjunum. Þeir munu áreiðanlega halda áfram að koma með ýmsar tækninýjungar í bíla sína.
BMW bílategundin er í uppáhaldi hjá mér vegna þess að fyrsti umboðsaðilinn fyrir hann á Íslandi Kristinn Guðnason, var langafi minn. Þess vegna skrifaði ég um þessa bílategund.

Heimildir!!!
BMW Group
Vefslóð: http://bmwgroup.com/e/nav/?/e/0_0_www_bmwgroup_com/homepage/0_home.shtml (Sótt: 13. janúar 2005)

BMW group
Vefslóð: http://bmwgroup.com/e/nav/?/e/0_0_www_bmwgroup_com/homepage/0_home.shtml

Ólafur Kristinsson, 2005. Viðtal 27. janúar.