Knastásar... Knastásar…

Ég var beðinn um að smella saman smá útskýringu á hvað knastásar eru og hvað þeir gera, og ætla ég að reyna það hér….. vona að þetta útskýri eitthvað…

Knastásar eru í öllum fjórgengismótorum, en ekki tvígengismótorum, það sem knastás gerir er að tíma opnun ventla í cylinder, þ.e. hvenær ventill sem opnar fyrir bensínflæði opnast og lokast sem og ventill sem stýrir útblæstri.
Við skulum hugsa okkur 1 cylinders mótor með 1 ventli á innsog og 1 ventli á útblástur, það einfaldar útskýringuna.
Knastásinn snýst hálfan hring á meðan sveifarásinn snýst heilan hring,
Það er kambur á knastásinum sem snýst, (hálfgerð hjámiðja) og þessi kambur ýtir á ventilinn og opnar hann, svo snýst kanstásinn áfram og þá fer kamburinn af ventlinum og lokar honum.
Kanstásar eru framleiddir á 4 vegu,..
1. Steyptir, þessir knastásar eru veikastir, þ.e. ekki sterkbyggðir.
2. Þrykktir, sterkasta framleiðsluleiðin.
3. Hertir, þar er soðinn málmur á kamba, veikur ás en sterkir kambar.
4. Endurunnir, well, gamlir ásar endurbyggðir með suðu og rennibekk.

Cam lift er orðtak sem er notað yfir hve mikið knastásinn færir t.d. rockerarm.
Valve lift er hugtak sem er notað yfir hve mikið knastásinn lyftir ventli, þettta er það sem skiptir máli.
Það er algengast að á venjulegum vélum lyftir knastás ventli 25% af þvermáli ventilhauss, þannig að ef ventill er 50 mm í þvermál þá lyftir knastinn ventlinum 12,5 mm.
30% lift er notað á öflugar vélar eins og mótorhjól, 35% er notað á turbo, supercharger og fleiri mjög öflugar keppnisvélar.

Duration er sá tími sem ventill er opinn miðað við gráður sveifaráss,, t.d. 180°.

Overlap er sá tími sem báðir ventlar (út og inn) eru opnir mælt í gráðum.

Lobecenter er sá tími (gráður) sem efsti hluti kambsins er í hæstu stöðu (opinn ventill) miðað við að stimpill sé á max hraða,, þarna þarf að koma önnur grein seinna um hraða stimpla..)

Það er hægt að flýta og seinka knastásum, og hér er listi yfir hvað það gerir fyrir vélina.
Flýta inntaki = betra low speed torque
Seinka inntaki = betri hár snúningur
Flýta útblæstri = meira torque
Seinka útblæstri = hár snúningur
Minna overlap = low end torque
Meira overlap = hár snúningur en mjótt powerband.

Þegar talað er um “heita” knastása er oftast átt við að þeir séu bæði með mikið Duration og jafnvel lítið Overlap, þessir ásar eru vinsælir í gömlu 8 cyl amerísku bílana, á meðan t.d. mótorhjólin nota mikið Duration en mikið Overlap, en á meðan jeppar sem þurfa mikið torque eru oftast með ásum sem hafa kannski mikið Duration, en opnunin kemur seint á inntaki en fljótt á útblæstri,, og þá með lítið Overlap, en þessir ásar hafa einn ókost og hann er að með litlu Overlappi þá á vélin það til að hitna, því Overlap hjálpar til við að kæla vélina.
Ef þú ert að pæla í nýjum knastás í bílinn þinn eða mótorhjólið þá er best að skoða hvernig ás er í vélinni, ákveða svo hvað það er sem þú ert að leita að og ákveða það svo hvað á að kaupa,,og muna að athuga ventlastærð í vélinni,,, því ef Valve lift er meira en 35% af þvermáli ventils þá hægist á bensínflæðinu inn í cylinderinn,,

Hérna er t.d. frá Crane Cams lýsing á knastás í einhvern Buick V6,,,

Degrees duration 0.50 int/exh = 194 – 200
Þarna er Duration á inntaks ventli 194° en 200°á útblæstri, þetta er standard í þessum bíl, talan 0.50 er ventlabilið þegar þessar gráður eru mældar.
Þarna er ás sem heldur ventli opnum í 194°af þeim 360 gráðum sem ásinn er…

Degrees Advertised Duration int/exh = 252 – 260.
Þarna hækka þeir Duration verulega…þetta er þeirra ás…(semsagt high rpm ás)

Degree Lobe Seperation = 112.
Þetta er Lobe center talan sem hentar best fyrir þessa vél..

Gross lift int/exh = 0.400 – 0.416 ( 1,016 cm og 1,056 cm)
Þarna er Valvelift á intaki og útblæstri í tommum,,,,má þá gera ráð fyrir að þeir taki Valve Lift upp í 30%, þá er ventillinn rétt rúmir 3 cm í þvermál.

Vona að þetta skýri eitthvað?