VW Bjallan eldri gerðin. Ákvað að henda inn smá greinar stúf hérna sökum þess hve lítið hefur verið sent inn.
Ekki láta ykkur bregða þó að þið sjáið þessa grein á Blýfót því að ég sendi hana einnig þangað með von um að hún verði birt á forsíðu Blýfótar.


VW Bjallan.
Ef við lítum á sögu VW Bjöllunnar þá erum einnig að líta á sögu Ferdinands Porsche.
En það sérstaka er að fyrsta bjalla sást ekki á veginum fyrr en Ferdinand Porsche var orðinn nærri sjötugur að aldri.

Fyrsta gerð VW Bjöllunnar var kölluð Gerð 12, en sú gerð var knúin áfram af fimm strokka vatnskældum stjörnuhreyfli, einnig var hún útbúin vökvahemlum.
Staðsetning vélarinn gerði hluti eins og drifsköft og vindufjöður óþörf sem gerði það að verkum að bíllinn var léttari og eyddi þar af leiðandi minna og kostaði minna í framleiðslu.
En því miður þá vakti þessi bíll aldrei neina lukku, vélin ofhitnaði og vélarnar eyðilögðust.


Um árin 1933-1934 þegar Hitler komst til valda kom Ferdinand Porsche sér í mjúkinn hjá honum og fékk Hitler Porsche til að hjálpa sér og Auto Unionverksmiðjanna til að hjálpa sér við smíði og gerð bíla, en það var nauðsynlegt fyrir áróður Nasista að þýskar kappakstursbifreiðar væru drottnandi í kappökstrum.


Nú var komið að því að gera verksmiðju sem framleiða átti Bjölluna. Staðsetningin þurfti að vera þannig að aðgengi væri að skipgengri á eða skurði. Annar endinn átti bókstaflega að gleypa járngrýti og skila svo bifreiðum útúr hinum. Þessi staður fannst á bökkum Mittellandskurðar hjá þorpinu Fallersleben. En þessi staður var að hluta til í eigu von Schulenburgs greifa, og það þarfi varla að taka það fram að hann var ekki ánægður með þessa ákvörðun, en hann með engu móti lagst á móti þessarar áætlun. Aðalhluti verksmiðjunnar var fullreistur árið 1939. Verksmiðjan var búin bestu fáanlegu Amerísku tækjum.


Nú ætla ég að grípa aðeins inní framleiðslu á stríðsárunum. Þegar Hitler réðst inní Pólland þá gerðist hann mjög herskár og þá varð verksmiðja VW notuð til hergagna framleiðslu. Meðal þeirra hluta sem verksmiðjan framleiddi á stríðsárunum voru frumstæðir ofnar handa þýskum hersveitum á vígstöðum í Rússlandi. En einnig var hún notuð til að framleiða V1 flugsprengjuna og ýmsa hluti í Junkers 88 sprengjuvélina. En það sam merkast var í framleiðslu verksmiðjunnar á stríðsárunum var líklega hin svokallaða Balabifreið eða eins og hún hét á móðurmálinu “Kübelwagen”. Balabifreiðin var þeim eiginleika gædd að hún hann keyrt á vatni og eru sögur til af því að hermenn hefðu keyrt á þeim á 65 KM/H útí vatn, fleytt kellingar og svo “keyrt” rólega í burtu. Enn eitt merkilegt við bílinn var að bíllinn var útbúinn niðurfærslu gír við endann á hvorum sveifluöxlu, en það gerði það að verkum að hægt var að keyra bílinn á hraða gangandi manns.


Bresku árin svokölluðu byrjuðu snemma sumars árið 1945. Wolfsburgverksmiðjan var nánast öll eyðilögð eftir 6 árangursríkar sprengjuárásir Bandamanna, vélarkostir farnir að ryðga og mikið vatn var í rústum verksmiðjunnar því að þak var á mörgum stöðum horfið.
Heppni þótti að sprengja sem fannst skorðuð á milli tveggja rafala skildi ekki hafa sprungið því að þá hefðu örlög verksmiðjunnar verið sú að verksmiðjan hefði limast í sundur og Volkswagenbifreiðarnar aldrei orðið til.
En ástæða þess að verksmiðjan fór aftur í gang var ekki útaf því að einhver var með stórar hugmyndir í gangi, heldur var eiginlega ekkert annað að gera. Á þessum tíma fengust eiginlega engar vörur nema í vöruskiptum og fyrir eina Balabifreið fengust vikubirgðir af stáli.
Ekki var mikið af þægindum í fyrstu Bjöllunum en strax sást mikill munur á 1 og 2 ári. Sætin voru með ullaráklæði og stoppuð með hrossahári en hurðirnar kæddar með leðurdúk. En fyrstu Bjöllurnar voru útbúnar 1131 sm3 vélum sem voru í Vatnarbifreiðinni á stríðsárunum.
Það er nánast óþarfi að nefna það að lítil sem engin hljóðeinangrun var í vélarhúsi Bjöllunnar og hávaði því frekar mikill.
Fjöðrunin var engin meistarasmíð heldur, einföld og ódýr.
Það er ansi skemmtilegt að lesa ummæli Enests Breech, eins ráðgjafa Fords, á Volkswagen: “Ég held að það sem okkur er boðið sé ekki skíts virði” en einum tuttugu árum seinna þá var Volkswagen orðið stærsta fyrirtæki Þýskalands og skilaði einni bifreið á 8 sekúndu fresti.
Þjóðverjar fengu svo Wolfsburg verksmiðjuna og Volkswagen fyrirtækið afhenta 6. Semptember árið 1949.


Heimildir:
VW Bjallan. HÖF: Clive Prew.



Vona að einhverjir hafi skemmt sér við lesningu þessarar greinar.

Verðið að afsaka allar innsláttar villur sem gætu hafa flækst með.

Kv. Atli Þór (Geysir.)