Ég er búinn að vera að lesa mig til í bæklingum frá vélatjúnerum ,

Og hestöfl er bara vitleysa, tog er það eina sem skiptir máli,
svo skiptir hö/þyngd engu máli ekki heldur tog/þyngd,

Það sem skiptir öllu máli er
þyngd
virkni bíls = ———
tog x final drive

þetta er algjörlega það eina sem skiptir máli,

t.d

M3 ´88 , virkni bíls = 3.92
Ford Probe GT Turbo = 3.98
Pontiac Firebird Trans Am = 4
Þeir eru allir næstum jafn snöggir þótt að M3 sé með mest hö/þyngd
og Pontiac-inn með mesta togið, og Probe-inn léttastur.

Svo er önnur formúla sem skiptir líka máli.

hp
hp/torque(lbs/ft) ratio = —-
tog

bíllin er best balenceraður með 1.00
hestafla bílar eru yfir einn og orðnir leiðinlegir yfir 1.15
tog bílar eru undir 1.00 og orðnir leiðinlegir undir .85

t.d BMW 325i ´87 164lbs/ft tog of 169hö, 1.04 ratio.
enda er er hann mjög balenceraður.
M3 ´87 , 1.13 ratio

svo er hérna önnur formúla

tog(lbs/ft) x rpm
hö = ——————–
5252

ég veit ekki afhverju 5252 er þarna,

svo er smá lýsing á loka drifum.
Þegar bílar eru framleiddir þá eru þeir með lægri drif til að vera í lægri snúningum í meðalakstri. það fyrsta sem maður á að gera er að skipta um drif.
Til að vita hversu mikið eða lítið maður þarf að skipta þá getur maður notað “virkni bíls” formúlunna, til að fá sem besta fílinginn þá breytir maður final drive þangað til að maður fær 1.00
munið að með hærra drifi þá margfaldar maður tog en ekki hö, þess vegna getur maður stillt bílinn með drifinu, þess vegna virka bíla betur með hærra drifi því að togið er meira í dekkjunum, en hestöflin eru þau sömu,
Þetta getur maður prófað með þvi að setja dekk undir bílinn sem eru með minni snúnings radíus heldur en núverandi dekk.
líka þess vegna eru mótorhjól með svona há loka drif hlutföll, sama gildir um jeppa sem eru breyttir,
Það sem ýttir þér í sætið er ekki hestöfl heldur
tog x final drive= tog í dekk.


Í sambandi við vélinna sjálfa:

charecter NA vélar er knastásinn, hann segir til um hvenær mest tog er og hvenær mest hestöfl eru. Og líka hversu langt power band vélarinnar er, það er hægt að kaupa knastás frá Metric Mec. sem tjúna BMW, hann býr til mest tog í 3200rpm og mest hestöfl í 6000, svona knastás gerir vélinna miklu betri heldur en sjóðheitur ás,
því að power bandið er hentugara fyrir almennan akstur og “enthusiastic driving”


Turbo er betra en supercharger. ekki að því að það tekur svo mikinn kraft að snúa SC heldur að hann kemur svo seint með top boost, en turbo gefur top boost frá kannski 3000rpm,
en turbo er mjög heitt og svo eru sum turbo kerfi slæm því að þau hafa of mikið turbo lag, þetta er hægt að laga með blow off valve.

að “bore & stroke” er mjög mjög áhrifa rík leið til að gera vélinna betri, stroke gefur gott tog, því að slagstyrkur er meiri því að nú er áttaks skaftið lengra, en getur valdið hristingi í efri snúninum, þetta lagar maður með léttari stimplum og stimpil stöngum,

bore, aukið bore gefur meiri þjöppu og rými. ég man ekki formulunna fyrir þjöppu.

Besti bíllin er sá bíll sem er með
hp/tog(lbs/ft) = 1
og sem mesta “virkni bíls”
og langt power band,

Ég prófaði tvo bíla um daginn,
BMW E36 325i ´92
Integra Type-R ´98
, báðir mjög skemmtilegir,
bimmin var miklu kraftmeiri en hondan, en hondan var samt mjög skemmtileg, mér leist ekki á að V-tecið kominn í 6krpm, svo var hægt að snúa þessu endalaust, Bimminn var mjög góður, krafturinn virtist ekki vera að hverfa eins og í Type-R,

Mér fannst mjög gaman af Type-R bílnum og Bimmanum,
en ég held að ég haldi bara í ´87 blæjubíllin,
Hann er lang skemmtilegastur. hp/tog =1.01,
virkni bíls = 4.72 enn það er blæjan sem er svo ó-aerodynamic og dregur úr honum.

Vonandi fannst ykkur þetta fræðandi

Enn það eru líka plön fyrir hann í sumar(3vikur eftir)

Gunnar
GST