Peugeot Sport hefur einsett sér að taka í notkun nýja árgerð, þ.e.
Peugeot 206 World Rally Car evolution 3, á Kýpur um næstu helgi.
Sumum finnst þetta glæfralegt, þar sem þeir eru enn fátækir af varahlutum í bílinn, og reglur segja að eftir að nýr bíll hefur verið tekinn í notkun, má ekki nota aftur gamla bíla. Þeir segjast vera í einhverjum vandræðum með gírkassann, en samt sé kominn tími á að taka græjuna í notkun. Nýji bíllinn er engin bylting, aðeins
minniháttar breytingar, en mikilvægast er að nýtt kælikerfi er talið mun öflugra en það gamla, og það á vafalaust eftir að vera
dýrmætt á Kýpur. Eins og menn vita er Kýpur það WRC-rall sem reynir mest á kælikerfi bíla vegna mikils lofthita og lítils hraða.

Nú er bara að bíða og sjá….