...Kurteisi í umferð... Hvað varð um kurteisina???
Mér sýnist sem svo að við Íslendingar höfum alveg glatað kurteisinni sem ríkir í umferðinni í flestum löndum í kringum okkur.
Trekk í trekk er svínað á mann og ef maður stoppar til að hleypa bíl inná veg þá er legið á flautunni aftan við mann..:/

Ég var nú fyrir stuttu að keyra Reykjanesbrautina og vegna svolitlar hálku og veðurs var umferðin frekar hæg, ég var ekkert að stressa mig á því, en þegar á tvöföldunina var komið fór ég ásamt fleiri hraðari ökumönnum á hinn helmingin og hófum frammúrakstur á löglegum hraða. Jæja þegar ég er rétt að fara að taka frammúr jeppling gefur hann allt í einu stefnuljós, ég náttturulega blikka hann enda á alveg 40km meiri hraða en hann, hann jú hann tekur stefnuljósið af þannig að ég eik ferðina til að fara sem fyrst frammúr af tilliti til þessa einstaklins, en hvað gerir hann? hann beygir bara í veg fyrir mig sí svona og er ekkert að drífa sig, ég náði sem betur fer að forða árekstri en mikið rosalega munaði litlu! (tek framm að ég var á fullkomlega löglegum hraða og aðstæður ekki það slæmar þarna), svo þegar hann loks víkur á næsta helming situr kallin bara hinn rólegasti einsog ekkert hafi í skorist, brosandi og sæll alveg í sínum heimi :/

Og svona eru þær Margar sögurnar :/ úff…hvað ætli verður langt þar til við förum að slást yfir bílastæðum og smá nuddi? :/

Hver hefur ekki lent í því að einhver kemur og stelur stæðinu sem maður er að stilla sér upp til að leggja í? ég veit að ég hef lent nokkrum sinnum í þessu og þykir fátt meira pirrandi…Það er einsog sumt fólk haldi að það hreinlega deyji af því að labba nokkrum skrefum lengra…:/

… Já það virðist aldeilis ekki ætla að lærast að kurteisi borgar sig, jafnt á þessu sviði sem oh öðrum…

Hvað ætli verði langt þangað til maður fer að vígbúa bílin sinn með Push-guard…

Jæja ég held ég endi þetta með því að vitna í meistara Willams:
“It wont be long til people will be arming their cars with 50'cal machineguns, going look Ellen a slow chine's driver…”
S.s.S