BMW 303 303 er sá bíll er fyrst bar nýrun sem við þekkjum svo vel í dag og gerir það hann því að fyrsta eiginlega BMW-inum í hugum margra.
Bíll þessi er búin fyrstu 6-cyl mótornum frá BMW og var það hugmynd vélfræðingsins Rudolf Schleicher að hanna þá vél uppúr gömlu 4-cyl vélinni úr 3/20. Reyndar hafði Max Friz yfir vélahönnuður og meðeigandi hannað mjög háþróaða 4-cyl vél úr áli til að koma til móts við orku þorsta Franz-Josef Popp sem var þá var framkvæmdarstjóri (en hann og Max Friz auk fjárhagslegum bakhjarli að nafni Camillo Castiglioni höfðu tekið yfir fyrirtækið af Karl Friedrich Rapp árið 1917), ákveðið var að notast við 6-cyl mótorin þar sem það var einfaldlega ódýrara að bæta 2-cyl við gömlu vélina.
Vélin var svo hönnuð af Fritz Fiedler og var hún þannig gerð að auðvelt yrði að stækka við cylinderana. Max Friz gekk útur fyrirtækinu eftir þessa ákvörðun.
Skelin er svo hönnuð af Peter Schimanowski, sem er talin eiga heiðurin á nýrunum Bíllin var búin nýrri útfærslu af framfjöðrun sem þótti býsna góð, en hanns helsti veikleiki var alltof stíf aftur-fjöðrunin…

Tækni upplýsingar:
Slagrými: 1175cc
Hestöfl: 30@3500rpm
Tog: N/A
Hámarkshraði: 100km/h
Framleiðsluár: 1933-1934
alls voru framleidd 2300 eintök
S.s.S