Ég var að skoða myndir frá bílasýningum erlendis og gat ekki betur séð en að gömlu góðu amerísku kerrurnar séu að komast í tísku, ekki bara í útliti heldur líka að það séu alvöru maskínur í undir húddi. Framrúður, tvískiptar með lista voru áberandi, mjúkar línur og hringlótt framljós. PT Cruiserinn frá Chrysler er gott dæmi, húdd, bretti, framljós og ekki sé bara talað um boddýið í heild sinni. Ford 49 er líka bara stæling af gömlu Fordunum (sjá mynd), þessi bíll er eins og klipptur úr einhverri gamalli mynd, rosa spakur. Annar bíll sem fær þetta Old look Thunderbirdinn, grillið, framljósið og blæjan.

Ég er sérstaklega hrifinn af þessu því mér finnst þetta framtíðar look sérlega ljótt sumstaðar, alltof speisað. The Goldenage of cars var einmitt ‘40, ’50, '60, afhverju ekki að grípa þessi gömlu look sem virkuðu á sínum tíma. Ég vil sjá meira af þessu hjá öðrum framleiðendum.

Hvað finnst ykkur ?