Nú er enn og aftur búið að hækka þetta blessaða bensín sem flestir neyðast víst til að kaupa, og þegar allt stefnir að krónan okkar verði ekki járnsins virði sem hún er slegin á, þá verði þessi ágæti vökvi gulls í gildi. Nú er ég bara að furða mig á því afhverju þessi blessuðu fyrirtæki sem selja okkur þetta rándýra bensín komast upp með þetta, amk án þess að nokkur maður komi með svo mikið sem eina fyrirspurn og fái útskýringar á því hvað það er sem veldur þessum ótrúlegu hækkunum, því veik staða krónunar gegn dollara útskýrir aðeins hluta af þessu.
Ég er nú ekki að vænta neinna dramatískra aðgerða, en þegar Björn Bjarnason var nærri hálshöggvinn fyrir þessa tilraun sína til hækkunar á óskrifuðum diskum og skrifurum, þá furðar maður sig á aðgerðarleysi þeirra sem þurfa að þola állar þessar verðhækkanir á bensíni, því það er stærri hópur en þeir sem verða fyrir barðinu á verðhækkunum diska og skrifara.