Lögreglan á slysstað... þannig er nú mál með vexti að ég var að keyra í Reykjavíkina um daginn stuttu eftir að Volvo fólksbíll og flutningabíll lentu saman, málið er að þegar ég er að koma að svæðinu þá er ég fyrir aftan Toyotu Avensis sem er að keyra á 80-90 (enda aðstæður ekki hinar bestu) allt gott með það ég er bara að býða eftir 2-földunini þegar maðurinn fyrir framan mig nauðhemlar og ég nátturulega líka og verð að skekkja bílin hjá mér aðeins til með handbremsunni til að lenda ekki aftan á hinum bílnum, ég nátturulega fer strax að spá hvað sé að gerast og sé ég þá ekki frekar fölan lögreglu mann standa rétt fyrir framan Avensis :/ þá hafði þessum speking dottið í hug að standa á miðjum veginum reyndar í vesti en samt á þannig svæði að það var hrikalega erfitt að sjá manngarmin og greyið hafði greinilega ekki rænu á að forða sér frá né hinn að víkja á öxlina…
jæja til að toppa þetta þegar við förum framhjá lögreglu manninum þá þurfum við að notast við öxlina (því að verið að draga volvoin á bíl) kemur þá ekki leigubíll á laglegri siglingu og nett fer í spegilin hjá mér…sem betur fer slapp það allt saman til spegillin rétt losnaði bara en þetta var bara verulega tæpt. Ég verð þó að segja að mér leið ekkert sérlega vel að sjá leigubílin koma svona í hliðina á mér sérstaklega þar sem unnustan var með mér :/

þarna hafði alveg gleymst að merkja slysstaðin því aðeins var lögreglu bíll öðru megin og aðstæður þannig að þetta sást ekki mjög vel, einnig skil ég ekki sjálfsmorð ósk þessa lögregluþjóns er var að “beina” umferðinni á veg-öxlina, maðurinn var þannig staðsettur að minnstu munaði að bíllin sem fyrir framan mig var keyrði hann niður :/
S.s.S