LÁTUM DRAUMINN RÆTAST - Frammhald! Fyrir þá sem ekki hafa lesið fyrri greinar og korka og eru að lesa þetta í fyrsta skipti þá hefur umræðan hér í bílahluta huga.is verið að stofna klúbb aðdáanda götubíla (Hvort sem þú átt Opel Corsa 1.0 ´85 eða Ford mustang 5.0 ´01, skiptir ekki máli), til að halda einhverskonar showoff keppnir eða aksturkeppnir (auðvitað yrði skipt í flokka), þá hvort sem er að keyra einhverja þrautabraut á sem styðstum tíma eða keyra nokkra bíla í einhverjum smá hringi eða eitthvað annað! Enn annars byrjaði þetta allt aðalega á greininni hanns Ívars “Hver er til í aksturssvæði?” þar sem hann stakk uppá að gera bílaíþróttarakstursvæði, og núna þegar ég er að skrifa þetta eru um 43 svör komin inn fyrir grein hanns, reyndar skrifaði ég smá klusu sem byrtist sem grein nr. 19 og var eitt svar við grein hanns sem gerði það sennilega að verkum að það voru svona margir sem svöruðu því.
Enn aðalmálið var það að við komumst að þeirri niðurstöðu að það að búa bara til eina almennilega race braut yrði mjög dýrt, ég meina MJÖG DÝRT! Allt að 1 milljarð! (Reyndar eru það fyrir næstum fullbúinni Formúla 1 braut sem mundi kosta svo mikið, en það væri samt hægt að gera braut fyrir minni pening enn það yrði samt dýrt). Svo ég ákváðum að athuga hvort ekki væri áhugi á því að stofna klúbb, og fékk mörg svör við því, bæði jákvæð og neikvæð. Og lestu nú áfram.

Svona allt á öllu sýnist mér að hægt væri að gera sæmilega braut fyrir 200-300 milljónir ef þið segið að t.d. kvartmílubrautin hafi kostað um 50 miljónir (auðvitað yrði brautin gerð af lægsbjóðanda).
Svo í sambandi við könnunina sem var gerð og mikið talað um kvað myndir þú vera tilbúin til að borga fyrir að fara inná svona braut!
Það er bara ekki hægt að hafa svona könnun, því ég væri t.d. aldrey til í að borga nema kannski í allra mesta lagi 500 kr fyrir að láta taka tímann á mér keyra kvartmílubrauina einu sinni yfir enn ef ég kæmist á flotta 2-3 km langa malmikaða kappaksturbraut, ætli ég væri ekki til að í borga allt að 6-7 þúsund fyrir klukkutíma notkun! -Bara fyrir mig einann! Ef við lítum bara stuttlega á annað sport, t.d. keilu, leikurinn kostar 500 kr og maður spilar nú yfirleitt meira enn 1 leik! Litabolti, ég hef einu sinni farið í það og það kostaði mig 15.000 kr, ég heyrði það að fólk sem spilar það reglulega sé að eyða að meðaltali 5-8 þús í hvert skipti, Hvað kostaði svo í Go-kartið sem var hérna. Hvað værir þú til í að borga fyrir að keyra nokkra hringi á rallycross brautinni? Sennilega ekki meira enn 2000 kr, enn segjum flotta malbikaða braut?
Bara svona smá vegna þess að mér fannst mikið vanta inn í þessi umræða um þessa skoðunnarkönnum.

Jæja, ég fór í gær (25.04.2001) á nokkra staði til að athuga ýmislegt í sambandi við VERÐANDI bílaklúbb okkar! d:)

Það er ekkert sem segir að þetta sé ekki hægt eða sé stranglega bannað, enn það þarf að vinna í þessum málum, og breyta ýmsu áður enn við gætum farið að keppa! T.d. fá skýrari leyfi frá tryggingarfélögunum og fleyrum.
- Þetta mun takast á endanum, ég veit það! Ég er bjartsýnn.

Og allir sem ég talaði við voru mjög jákvæðir í sambandi við hugmyndina! – meira að segja löggan! d;D

Ég fór í tvö stærri tryggingarfélög landsins til að spyrjast fyrir um hvernig skráð ökutæki væri t.d. tryggð í keppni! (t.d. í rallý, þar sem bíllinn verður að vera skráð ökutæki á númerum.)
Í þeim sem ég spurðist fyrir um eru: Í dag! Ég endurtek - Í DAG! Skráð ökutæki ALLTAF sérútbúin til aksturskeppni enn ekki venjulegir götubílar þótt það sé ekkert sem bannar þér að keyra þá á götum borgarinnar innann um aðra bíla. Þessir bílar eru þá ekki kaskó tryggðir og þessir bílar eru ekki ofan í hvor öðrum eins og í t.d. rallycross keppni. Og ef bíllinn lendir þess vegna í einhverju tjóna í keppni (sem verðu yfirleitt við útafakstur vegna mikills hraða, aldrey vegna árekstur tveggja bíla) þarf eigandinn sjálfur að borga allar skemmdir. Enn þú þarft að tilkynna tryggingarfélaginu um að þú sért að fara keppa á þessum bíl fyrir keppnina.
Í DAG! Er ekki tekið neitt aukatryggingargjald fyrir enn þeir meiga krefjast þess ef þeir telja ástæðu til.
Og ég býst við því að þeir myndu gera það í okkar tilfelli!
(Og það þyrfti sennilega að gera smá breytingar, sem okkur. Mér og starfsfólki tryggingarfélagana, sýndist ekki myndi verða mikið mál)

Ég fór á lögreglustöðina í Rvk og þar tók á móti mér mjög yndæll eldri lögregglumaður sem rabbaði smá um þetta við mig og hann sagði að það ætti ekki að vera neitt mál að fá leyfi fyrir svona hjá lögreglunni, ef maður gæti sýnt frammá það að þarna ætti aðeins eðlileg, vel skipulögð keppni á lokuðu svæði að fara framm. Og að maður gæti sýnt frammá öll tilskyld leyfi frá t.d. eiganda svæðisins, sveitafélagsins sem keppnin yrði haldin í, leyfi frá tryggingarfélaginu og að keppnishaldari væri tryggður og fl.
Svo spurði ég líka um hámarkshraða (því fyrir þá sem ekki vita er hámarkshraði á landinu 90 km/h, alveg sama hvar á landinu þú ert, hvort sem þú ert á götu í bænum, úti á landi, eða jafnvel á túninu hjá bóndanum. (Mér skyldist að lögreglan mætti jafnvel mæla á kvartmílubrautinni utan keppni ef þeim dytti það í hug) Þori samt ekki alveg að fara með það.
Ef skipulögð keppni fer framm á lokuðu svæði, með öllum leyfum, þá er enginn hámarskraði. (Eða réttarsagt, hann er afnuminn með leyfi frá lögreglu)

Svo fór ég í hagstofuna til að sjá hvað þyrfti að gera til að stofna klúbb og fá kt.!
Fyrst þarf að verða stofnfundur þar sem að minnstakosti 5 aðilar sem ætla að sjá um að halda klúbbnum t.d. Forráðamanns (ábyrgðarmanni), stjórnarmanna, varastjóra, gjaldkera, framkvæmdastjór og allt það.
Hvert heiti félagsins væri, hvert væri heimilisfang félagsins, hver væri tilgangur félagsins og tegund starfsemis.
Og svo ljósrit af reglum félagsins þar sem aðrar reglur gilda hvernig þær eru búnar til.
Svo kostar það 5000 kr að skrá félagið og fá kennitölu.
Svo það að halda stofnfund og stofna félag er dálítið mál ef allt á að fara rétt framm.

Jæja svo fór kom ég heim, fór fyrst aðeins á huga, vá, 12 ný svör, jæja ætli ég geti ekki fundið eitthvað á www.kvartmíla.is enn fann nú lítið þar, vegna þess að þeir eru að uppfæra síðuna, enn ég held að ég ætli samt á fund í “kvöld” Fimmtudaginn 26.04.2001 klukkan 20:00 að Kaplahrauni 8, Hfj.
Svo fann ég síðu Bifreyðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur BIKR (www.motorsport.is/bikr) og á honum fann ég ýmsar upplýsingar.
Þar fann ég reglur félagsins sem voru settar upp eins og reglur hagstofunnar segja til hvernig þær eiga að vera settar upp svo þið getið skoðað það þarna. Ég sendi þangað fyrirspurn sem ég vona að ég fái svar fljótt við.

Annars svona eftir að vera búinn að fara á þessa staði og spyrjast fyrir um og skoða á heimasíður þá:

Sé ég framm á að það verður dálíð erfitt að stofna klúbbinn, EF við fáum enga hjálp! (enn ekki ómögulegt)
Mér fynnst að við ættum að prufa a bera þetta upp á borð fyrir LÍA og athuga hvort þeir hafi áhuga á því að aðstoða okkur við að stofna klúbb innan LÍA. (-eða jafnvel stofna hann fyrir okkur!!!).

Ég fór líka í lagasafn alþingis og fann enga reglugerð um öryggisútbúnað (veltigrindur) ökutækja í aksturíþróttum.
(Ef einhver veit um eitthvað svoleiðis er hann/hún vinsamlegast beðin um að skrifa það hérna fyrir neðan í svari)
Einu reglurnar sem ég gat fundið um það voru reglur sem Lía og BIKR setja sjálf keppendum sem keppa í skipulögðum keppnum af þeim.
Svo mér sýnist að það sé ekkert sem segir að ekki sé hægt að breyta þeim fyrir ákveðna flokka.

Svo er EKKERT sem bannar okkur, sem höfum mestann áhuga á þessu að grúppa okkur saman í einn lítinn kjarna (fræ) sem springur svo út þegar við sjáum frammá að það sé rétti tíminn fyrir okkur.
(Hvenær sem það svosem gæti gerst, hvort sem er einhvertíma í sumar eða næsta vetur, næsta sumar eða seinna) og stofna Félag.


Það sem mér fynnst að við ættum að gera er að reyna halda þessari umræðu dálítið volgri t.d. á korkinum, og sjá svona hvað verður.
Ég ætla sennilega á fundinn hjá kvartmílunni í kvöld (26.4.01) kl 20:00 að Kaplahrauni 8, Hfj.
Og svo athuga svo hvort LÍA hafi einhvern áhuga!

Svo myndi ég gjarnan vilja sjá fleyri sem hafa áhuga á þessu með okkur, bara það eitt að senda svar þar sem stendur “Ég vil vera með” eða “Ég hef áhuga” er nóg.

JÆJA, SVO er þessi grein bara búin og þið getið svarað henni hér að neðan.

p.s. myndin sem fylgdi greininni er Honda Insight og er twinbíll (rafmagn+bensín) eins og Toyota Prius bílinn, hann er 820 kg, hröðun úr 0-100 km/h er um 10-11 sec og hann eyðir ekki nema 3-4 lítrum á 100 km - Spennandi bíll sem aðeins er frammleiddur fyrir Japan og USA eins og stendur og þess vegna ekki flutur hingað inn, enn um leið og hann kemur hingað næ ég mér í eintak!

kveðja
Svessi