jæja þessi fyrirsögn var nú bara grín, ekkert flame takk :)

Þar sem það er ótrúlega rólegt hérna þá ákvað ég að skella smá hér inn, þetta er nú ekkert merkilegt.

Fyrir nokkru fékk ég afnot af Corollu T-Sport í tvo daga. Þegar inní bílinn var komið var allt svona þrepi ofar enn í venjulegri corollu. En jæja ég keyrði um smá svona til að fá smá tilfinningu fyrir bílnum. Hann var snarpur og skemmtilegur innanbæjar en vantaði langt í að ég hefði séð þessi 192 Hö. innan bæjar var ég að leika mér að snúa honum í 5 til 5,5 þús rpm og var farinn að undrast því þó að hann væri sprækur og fínn þá var þetta ekkert í likingu við 192 hö. Því var ég að hugsa er þetta eitthvað blöff eða finst mér þetta vera svona lítið. jæja svo ég fer þangað sem ég hef góðan veg og gef vel í fyrsta gír og bíllinn stekkur af stað eins og áður og veður og snúningshraðamælirinn veður upp, þegar komið er í 6 þús snúninga var ég ekki enþá farinn að sjá 192 hestöflin, en þegar snúningurinn datt í 6,5 þús þá varð allt vitlaust, ég sökk í sætið og bíllinn öskraði áfram og ég nærri því missti af því að skipta þegar snúningurinn fór í 8 þús. annar gír man nú ekki alveg hvar ég kom inní annan gírinn en það var í kringum 5 þús ogsvon hækkaði snúningurinn í 6,5þús og sama sagan ég þrykktist í sætið og vélinn öskraði ú 8 þús með það sama. nú var ég kominn í 120-130 km/klst innanbæjar.
Ég var enþá með gæsahúð yfir þessu, 192 hestöfl voru þarna eftir allt saman. Nú fór ég að leggja hausinn í bleyti og áttaði mig á því hvað þetta er nú alveg þrælmagnað. bíllinn verður mjög keyranlegur þeas þó þú hamrir á gjöfina óvart innanbæjar á rúntinum þá færuðu ekki allt aflið beint í æð og þrumar aftan á eða eitthvað, spólar ekki út úrbeyju í einhverjum klaufaskap. Svo kom annað á daginn þegar ég fór að skoða mig betur um í mælaborðinu þar stóð “TCS” hmm… Traction control system gæti það verið. Jú hann var með spólvörn og þá var um að gera að prófa hana, kyrrstæður í fyrsta gír og “spólaði” af stað dekkin tóku ca. einn snúning eða hálfan og svo ekki meir. Eins prófaði ég í næstu beygju að gefa vel í en ekkert spól á innra dekkinu. Svo var hægt að taka “TCS” af og prófaði aftur það sama, spólað auðveldlega út fyrsta gírinn en var ekkert að prófa annan (þetta var lánsbíll sko:)) og ein í næstu beygju þá gaf ég vel í og innra dekkið rauk uppá syngjandi spól, prufaði ekki hvort hægt væri að spóla útúr beygju.
Jæja utanbæjar var ég kominn. 1 botn 2 botn 3 botn og þá var ég kominn í ca. 150 km/klst og svo 4 en þar sem vegirnir voru ekki nógu góðir komst ég ekki nema í 175 ca. en í 4 gír. prófaði 2-3 á mismunandi stöðum að sigla honum vel en 175 var það hraðasta sem ég setti hann þarna við þessar aðstæður, mikið af aflíðandi beygjum og hæðum. semsagt 5 og 6 gír eftir. hámarkshrað er gefinn upp 225 km/klst og ég er bara ekki í vafa að hann hafi það. því ég var ekki lengi í 170 og nóg eftir. En það fyndna við þennann 192 hestafla bíl er að innanbæjar í normal keyrslu eyðir hann svipað ef ekki minna en sjálfskipt 1,6 corolla eða um 9-10 á hundraðið.
Jæja ég vona að menn hafi haft gaman af þessi svona í greinahallærinu.

p.s. Hvenær kemur MR-2 með T-sport mótornum ??