Kvartmílu Klúbburinn Nú er nýi vefur Kvartmílu Klúbbsins allveg á lokastigi og kvet ég alla hérna á huga að skoða nýu síðuna sem heitir kvartmila.is og er þar að finna ýmislegt tengt kappakstri, bílum og þar er einnig hægt að spjalla, auglýsa og pósta inn allt milli himins og jarðar. Eins og ég sagði þá er ekki allveg búið að klára síðuna en þegar því verður lokið þá verða hundruðir tengla og fullt af myndum síðan úr den frá kvartmíluklúbbnum og eitthvað nýlegt inn á milli. Fyrsta keppnin í kvartmílunni hefst 26. maí en þá má búast við að það verði búið að taka til á brautinni og í kring um hana, mála allar línur á brautini og laga til kofan (stjórnstöð). Búist er við að það verði mikil aukning á bílum núna í sumar og er búist við að það mæti um 10 keppendur í svokallaðan SE flokk en þar voru um 3-5 keppendur í fyrra. Svo virðist sem áuginn á Kvartmíluni sé að vaxa aftur eftir langan dvala og vil ég þakka Skjá einum fyrir útsendingar sem voru í gangi í fyrra og halda áfram í þættinum NITRO og einnig vil ég þakka ak-inn rúntinum fyrir meiri áhuga á Kvartmílunni og gömlum og nýjum trillitækjum.

Kveðja, Kiddi