Kraftmiklir bílar á Íslandi Ég hef verið að fylgjast soldið með umræðunni um bíla og þær tjúnningar sem menn eru að ganga með þá í gegnum og hef aðeins eina spurningu varðandi það.

Til hvers???

Við vitum væntanlega öll að það er 90, ég endurtek, 90 kílómetra hámarkshraði á Íslandi. Ég held það að eiga kraftmikinn bíl hér sé að vissu leyti eins og að eiga snjóblásara í Afríku. Sama hvað þig langar að fara út að blása snjó þá kemur enginn snjór. Punktur.

Auðvitað er gaman að eiga bíl sem svarar manni þegar pinninn er kitlaður, en eru 300+ hestöfl lífsnauðsyn? Af hverju ekki að spara sér punktana á ökuskírteininu?

Það sem mér finnst að ætti að vera áhersluefni í breytingum á bílum er ekki krafturinn, heldur útlitið. (Og baknuddið ;)

Annars er þetta bara mitt álit og getur vel verið að aðrir vilji hafa áherslurnar undir húddinu.