Innflutningur frá bretlandi? Er innflutningur á bílum frá bretlandi alltof slæmur kostur? Auðvitað eru þeir flestir með stýrið hægra megin, en því er hægt að breyta.
Bílar í bretlandi falla alveg svakalega í verði, og þá aðallega sportbílar, vegna þess hve dýrt er að tryggja þá.

Spurningin er: Hvað kostar að breyta hægristýrisbíl í vinstristýrisbíl? Auðvitað er það mismunandi eftir bíltegundum, en mig langar að vita svona circa bout almennt verð..

Ég fann út að tollur á bílum með vél undir 2100cc sé 30%, endilega leiðréttið mig ef það er vitlaust.

Jæja, tökum dæmi:

'98 Subaru Impreza STi4 ekinn 25þús mílur
Verð úti er 15000pund
Lagt ofan á það 30% tollur + vsk og innflutningsgjald er eitthvað í kringum 3.3 milljónir.

Svo þyrfti auðvitað að leggja við þetta kostnaðinn við lhd breytinguna.

Raunhæfur díll? Ekki slæmt fyrir STi4..

Svo er spurning hvort myndi borga sig að flytja gegnum umboð? T.d. er verið að bjóða 206gti á 1890þús hér á landi, bíl sem kostar um 14þús pund í bretlandi, sem er sama verðið!

Komiði endilega með innflutningspælingar..