Sælir félagar,

Nú hef ég ekki hugmynd um hvort að hugi.is samþykki þessa grein með svona titli en ég ætla samt að láta á það reyna. Síðustu ár hefur Lögregluembættið á Blönduósi (löggan á blönduósi) verið mikið í sviðsljósinu vegna hraðaksturs bíla í þeirra umdæmi. Ég sjálfur ferðast mjög mikið um landið og ek fleirri tugir þúsunda kílómetra ár hvert og ekki hef ég tekið eftir því að það sé eitthvað meira um hraðakstur þarna fyrir norðan heldur en annarsstaðar.

Getur verið að lögreglumenn fái bónus fyrir hverja sekt sem gefin er út í þeirra umdæmi og svo en meiri bónus ef þeir skrifa sem flestar sektir miðað við höfðatölu? Það hlítur að vera vegna þess að lögreglan á Blönduósi er alveg sérstaklega laginn við það að stöðva ökumenn fyrir of hraðann akstur, sprungna ljósaperu og þar fram eftir götunum. Ekki það að ég sé eitthvað á móti því að menn séu stöðvaðir fyrir of hraðann akstur, heldur þvert á móti. Lögreglan þarnar stoppar menn akandi eins hægt og á 100 km hraða og uppúr þar sem 90 km hámarkshraði. Einn félagi minn var stöðvaður á 106 þegar hann var á leiðinni suður. Annar félagi minn var stöðvaður á 108 km hraða á leiðinni norður um verslunarmannahelgina. Þá var mjög þung umferð og bílalestir í allar áttir. Hvað gera þeir þá, stöðva mann á 108 sem er einfaldlega að halda umferðarhraða og ekki nóg með það að þegar það er orðið dimmt úti og menn sjá blá blikkandi ljós hægja flestir hverjir ferðina með þessu er Lögreglan á Blönduósi að hægja á umferðinni og auka slysahættu. Ef fólk er að aka svolítið yfir 110 þykir mér meiri ástæða til þess að stöðva það en ekki undir því. Það er bara vesen.

En ástæðan fyrir því að ég skrifa þessa grein er ekki sú að Lögreglan á Blönduósi taki menn fyrir of hraðann akstur þegar þeir halda umferðahraða heldur var ég sjálfur á leiðinni suður frá Akureyri eftir verslunarmannahelgina og þá rakst ég einmitt á lögreglubíl frá Blönduósi. Úr mjög svo mikilli fjarlægð sá ég bíl og sekúndu seinna fór radarvarinn á fullt og gerði ég mér grein fyrir því að ég var að mæta löggu. Ég var sjálfur að aka á 90-100 km hraða og sá ekki ástæðu til þess að hægja á. Þegar bíllinn var svo kominn örlítið nær, athugið að hann var en mjög langt í burtu og mjög gott veður úti, sól og mjög bjart sá ég hvað bíllinn var ljóslaus. Ég auðvitað eins og sannur íslendingur (gleymi ljósunum alltaf sjálfur) byrja að blikka þennan bíl sem virtist fara óskaplega í taugarnar á radarvaranum mínum. Ökumaður bílsins blikkar mig svo rakleiðis til baka og ég auðvitað blikka hann bara aftur. Svo mæti ég bílnum, sem var lögreglubíll, merktur í bak og fyrir, ljóslausum og ökumaðurinn vinkar mér vingjarnlega fyrir ábendinguna en kveikir ekki ljósin. Ég átti ekki til orð! Það stendur í lögum(allavega hef ég verið stöðvaður innanbæjar og fengið áminningu fyrir að vera ljóslaus) að ljós á bílum skulu vera kveikt og það veit hver íslendingur það að lögreglan á alltaf að vera með ljósin á! Þarna var löggan ljóslaus gagngert til þess að taka ökumenn örlítið yfir hámarkshraða. Mér finnst þetta vera á allann hátt fáránlegt.

Eins og ég sagði fyrr þá er ég sammála því að stöðva ökumenn sem keyra of hratt en að taka þá fyrir það eitt að halda umferðahraða aðeins fyrir ofan leyfileg mörk og reyna svon að stöðva enn fleiri með einhverjum svona asnalegum og lágkúrulegum brögðum er út í hött.

Það má vera að þetta séu einhverji dyntir í mér en mér fannst rétt að skrifa um þetta á þessu áhugamáli þar sem fáar nýjar greinar hafa verið birtar hér síðustu mánuði.

Annars þakka ég fyrir mig
Otti S.
“He's not the Messiah! He's a very naughty boy” - Terry Jones, Life Of Brian