Bílaþættir og Ísland. Mér þykja sjónvarpsstöðvar á Íslandi ekki gera nóg til þess að koma fram við sem marktækastan hóp. Nánar tiltekið, hinn stóri hópur okkar bílaáhugamanna. Ég hef nú verið nokkuð hrifinn af skjá einum með mótór, hann var mjög góður og leiðinlegt er að skjár einn hætti með hann. Mótórsport þættir eru ekki alltaf skemmtilegir þar sem það er ekkert fjallað um bílana sjálfa, eingöngu keppnir og allt varðandi þær. Það getur verið ágætt
fylgjast með svona keppnum, en mér þykir það ekki jafn gaman og horfa á þetta á staðnum.
Það sem vantar í íslenskt sjónvarp er greinilega einhver alvöru bílaþáttur. Ég hef sagt það áður, og segi það aftur,
en ég mæli tvímælalaust með breskum þætti frá BBC, sem heitir Top Gear (Eða 5th Gear).

Top Gear þættirnir hafa það sem góður bílaþáttur á að hafa. Breskur húmor sem blandast við framúrskarandi akstur, og
bílarnir eru keyrðir eins hratt og mögulegt er, með tilheyrandi "slædum,, og dekkjavæli. Það er mjög gaman að horfa á
skemmtilegan bíl, og sjá hvað hann getur gert. Að ég nefni ekki þegar það er verið að spyrna bílum í þessum þætti.
Spyrnur sem ég hef horft á í Top Gear eru meðal annars: Lamborghini Murcielago gegn Pagani Zonda, Austin Martin DB7 Vantage
gegn Ferrari 360, og svo má nefna Ferrari F50 gegn Formúla 1 , 1990 árgerð af Ferrari.
Þáttastjórnendur fara á kostum, og þeir hafa verið 6 hingað til. Jeremy Clarkson og Tiff Needell spila stærstu hlutverkin
í stjórninni og fara sönnum orðum um bíla. (því miður fannst mér að Ísleifur í mótor tala bara um góðu hlutina á bílunum)
Top Gear gefur raunhæfa mynd af bílnum, eins og hann er. Breskur húmorinn er til fyrirmyndar, og get ég hlegið dátt með
þessum þáttum. Þeir eru mjög góðir, og ekkert myndi gleðja mig, og fleiri bílaáhugamenn að sjá fágaðan bílaþátt í íslensku
sjónvarpi.

Leggjumst allir á eitt og fáum ferskt sjónvarpsefni á klakann. Og eitthvað sem segir sannleikann til tilbreytingar, ekki
bara aðra hlið málsins.