Framtíð Firebird/Camaro vegna þónokkrar umræðu um framtíð firebird áhvað ég að láta ljós mitt skína og sjóða saman smá texta um þessa annars merku bíla.
Chevrolet Camaro kom á markaðin árið 1967 og varð strax mjög vinsæll hann var svar gm við Mustang frá ford en mustang hafði selgið rækilega í gegn og var metsala á bílnum ár eftir ár en mustang kom á markaðin í apríl 64.
Camaro fékkst í þónokkrum útgáfum með þónokkrar vélaren sona en þeir fengust meðal annars í Rs og SS útgáfu ég er ekki viss hvort z28 fékkst árið 67 en hann var komin til sögunar árið 68 vélarsérían var eitthvað á þennan veg 302,327,350,396.427 og líka 6cyl vél sme ég veit ekki hverstu stór var.
Tveim mánuðum eftir að Camaro leit dagsins ljós kom á markaðin Pontiac Firebird þessi bíll var bygður á camaro en Pontiac-menn höfðu fengið að “leika sér ”aðeins með teikninganar af Camaro bíllin var útlitslega mjög líkur Camaro en hlutir eins og Framm/afturendi og innréting voru öðruvísi og vélanar komu frá pontiac ég er ekki með vélarseríuna á hreynu en ég veit að 350 og 400 voru algengastar.Firebird rokseldist frá með fyrsta degi en hann var aðeins dýrari en camaro og þónokkuð betur búin.
útlit bílana hélst að mestu leyti óbreytt út 68 fyrir utan nokkur smáatriði.1969 kom hinsvegar nýtt útlit og ótti sá bíll ekki síðri en 67-68 bílanir og er eins og þeir talin með klassískari gömlum köggum í dag.Chevrolet menn voru hinsvegar ekekrt að spara hugmyndarflugið þetta árið og komu tvær “extreme” útgáfur á markaðin þetta árið en þær voru C.O.P.O og bíll sem mig minnir að heiti yankee.C.O.P.O var sér pantaður frá verksmiðju en hann var svar til kvartmílu þyrstra eiganda en hann var með öflugari bremsum drifbúnaði og síðast en ekki síðst mjög öflugari 427cid vél en hún var að skila að mig minnir um 430hestum og þurfti bíllin sáralitlar breytingar til að ná mjög góðum tímum í kvartmíluni.Þessir bílar eru að seljast á í kringum 50.000$ og uppúr í dag ef pappírar fylgja sem staðfesta að um ekta C.o.p.o bíl sé að ræða en.Hina týpuna yankee eða eitthvað álíka er ég ekki nógu fróður um en hún er engu síðri en c.o.p.o bíllin hann var með að mig minnir 427vélini og var að skila um 450hö og útlitið var þónokkuð breytt þessir bílar seljast einnig á morðfjár í dag.
69 Firebird var líka ansi merkilegur en þó aðalega fyrir það að 69 kom á markaðin “extreme” týpa af firebird sem nefndist Trans Am
transinn var útbúinn 455cid v8 vél einhver hellingur af hestöflum og hann var allur útí einherju skrauti,mjög lítið er til af þessum bílum og var ég bara að komast af því fyrst fyrir nokkrum dögum að 69 trans væri til en þeir eru oftast sagðir hafa komið á markaðin árið 1970.
Árið 1970 urðu stakkaskipti í sögu firebird/camaro
en þá kom á markaðin hin virkilega vel heppnaða og vel selda 2nd gen.og þá var Trans Am týpan orðinn af valkosti(allavega að einhverju ráði)þessir bílar rokseldust og héldust alveg til 81
en mikið er af 77-81 árgerð af birebird hér á klakanum og eru það einstaklega fallegir bílar.eins og flestir vita kom kreppa í USA árið 1974 og hafði það í för með sér að flestir amerísku kagganir hurfu að sjónarsviðinu og bílaframleiðsla bandaríkjana gjörbreyttist,Firebird hélt samt sínu striki og var framleiddur með 400cid vél og yfir allan þennan tíma og var um þónokkurt skeið eini sanni muscle car bíllin á markaðinum.næstur á eftir honum kom camaroinn en hann var með 350cid,79 var hinsvegar síðasta ár trans am með 400 vél og árið 1980 kom hann á markaðin með 301cid turbo vél sem var reyndar mjög góð en enggannveginn sambærileg við gamla 400 mótorinn (þess má einnig minnast að 79 trans er síðasti big-block sportarinn!)
1982 kom á markaðin nýr og gjörbreyttur trans eins og við má búast var það mikill hausverkur og erfitt verkefni fyrir gm að hanna bíl til að taka við af 2nd gen bílunum og fengu þeir þessvegna til liðs við sig mann að nafni Chuck jordan en hann á heiðruinn af mörgum af flottustu amerísku bílunum frá 1965-1970 og þar í kring,
Chuck sagðist hafa séð það á ferli sínum að 75% muscle-car sem seldust voru einn daginn rifnir í tætlur inní skúr og komu oftast út þónokkuð breyttir og þessvegna var það eitt af leiðandi atriðum í hönnununi á næsta Firebird að það væri mjög auðveld að skipta um vélar skiptingar og drifbúnað og allar helstu v8 vélar frá gm ættu að passa á mikillar breytingar.einnig á þessi bíll met í aukabúnaðarlista frá verksmiðju en hann var óhemjulangur og er sagt að það sé erfitt að finna tvo nákvæmlega eins 3rd gen transa.
vélarserían í bílnum orginal var frá 2,5l iron duke uppí 305cid v8 mótor sem fékkst með innspýtingu sém þótti mjög flott á þessum tíma.fólk tók þessum transa mjög vel og má þess geta að það seldust svipað margir bílar 82 og 92 en frameiðslu á þessum bílum var hætt árið 1992.3rd gen Firebird var aldrei framleiddur í miklu magni en um 10þús bílar voru framleiddir á áriog voru því ekki fleri en rúmir 100þús bílar framleddir alltí allt en til dæmis er það mun mnn en var framleidd af mustang árið 87-93,
Margir vilja segja að 3rd gen camaro/Firebird sé síðasti ekta muscle car bíllin.1993 komu á markaðin nýjir Camaro/Firebird í þetta sinn voru þeir ornir mun ólíkari en áður en 3rd gen bílanir þóttu einnig ólíkir meðað við fyrri bíla.93+ bílanir eru vopnaðir hinum marglofaða chevrolet LT-1 mótor en hann err 350cid með beinni innspýtingu og er skila 270-280hö frá verksmiðju þessir bílar sjást þónokkuð mikið á götum íslands og eru ennþá í framleiðslu en smávægilegar útlitsbreytingar komu árið 1998.
Margir vilja meina að þetta séu síðustu Camaro/Firebird bílanir og hafa Gm verksmiðjunar mikið pælt í að hætta framleiðslu á þeim en hafa þó sem betur fer ekki látið af því verða ennþá vegna þess hve jöfn og stöðug salan er.nýlega sá ég í blaði nýjar hugmyndir og teikningar af 2003árg af Camaro/Firebird ef af þessu verður mun bíllin breytast mjög mikið og mun hann minnka þónokkuð fá stærri hjólskálar og meira innanrými og það besta er að bíllin er afar líkur 69árgerðini! ég vona að einhver hafi haft gagn og gaman af þessari “grein” og sé sammála mér um að það verði mikill missir ef þessi bílar hverfi þar sem þeir eru stór hluti af bílasöguni!


takk fyrir :Ð