Segið mér nú ykkar sögur, ef þið hafið lennt í einhverju fáránlegu dæmi þá vil ég endilega heyra. Ég skal koma með nokkur dæmi: pabbi minn átti passat 96módelið fínir bílar en gírkassinn var vandamál í þessu módeli. Hann keypti hann nýjan og lennti í því eftir ca 30.000 kílómetra að gírkassinn(sjálfskiptur) hrynur ok þetta mun kosta hann 280.000 þús krónur pabbi er ekki sáttur við það enda bíllinn í ábyrgð. Það kom svo í ljós að Olían á gírkassanum er kolsvört sem segir að þeir hafi ekki skipt um olíu þegar að bíllinn kom í tékk. Eftir mikið þras bjóða þeir honum uppá kassa gegn 80.000 króna borgun. Sem hann neitar. Og á endanum fékk hann kassann frýtt. Svoldið síðar (1 ári) þá fer nýji kassinn í buff. Og hann þurfti að fara í gegnum þetta allt aftur.

Ég sjálfur á Heklubíl notaðan. Ég kaupi bílinn gegn þeim skilmála að þeir geri við lásinn á hurðinni (bílstjóra megin) og skipti um öryggisbelti (bílstjóramegin) eftir 8 tíma vinnu fæ ég svo bílinn og þá létu þeir smyrja lásinn og taka snúninginn af beltinu. En þetta átti allt að vera NÝTT. Ég nennti ekki að eyða öðrum heilum degi í þetta þannig að bíllinn er ennþá svona í dag.

Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þeir stýli á þetta. Spörum pening og vonum að hann þegi og helst reynum að láta hann borga líka. Hekla ætti að fá sér logo “Gerum sem minnst fyrir kúnnann”

Ég átti áður Swift og umboðið þeirra er fullkomið. Ég segji ekki meira, ekkert nema góðar reynslusögur þaðan.

p.s. þetta verðlag í umboðunum ætti að fara að skoða ýtarlega frá neytendasamtökunum. Spáið í einu ég ætlaði að kaupa bílbelti og það kostar 21.000 ætti ekki að niðurgreiða þetta. Því að þetta er mjög mikilvægur öryggisbúnaður. Annað dæmi: Þurrkuarmar frá Motor í lancer´93 10.000 þús kall og er þetta ekki merkilegt stykki.
Besta dæmið er þetta. spoiler kitt undir 2001 golf gti 140.000.-
Og þetta er ekki einu sinni flott. Ég skoðaði á netinu spoiler kitt að framan (það er stuðari + lækkun) 21.000 þús kall. Og það var sko geðveikt.