3ldra fólk - Round 2 Fjörugar umræður um hrukkudýr í umferðinni, ekkert nema gott mál!
:: fleiri reynslusögur ::

———
Ég var rétt dauður um daginn, eða svo að segja. Ég var að lalla þetta á 40, 50 km hraða og kom að gatnamótum þar sem engin beygjuljós voru og einhver snillingur gerði sig kláran í að taka beygjuna sem og hann gerði. Nema hvað að ég var eiginlega kominn alveg að gatnamótunum og þurfti því að kitla bremsuna nokkuð duglega. Líklega voru þetta einu aðstæðurnar þar sem ég get þakkað ABS fyrir hvernig fór því það var alveg þurrt og hefði ABS ekki verið til staðar hefði Golfinn skautað áfram.

Gerandinn var eldri maður ásamt konu sinni og líklega voru þau í sínum reglubundna sunnudagsbíltúr eða á heimleið úr Öskjuhlíðinni, hver veit? Sennilega hefur greyið kallinn einfaldlega ekki tekið eftir mér (eins og kemur fyrir bestu menn) enda var hann ekkert að flýta sér yfir og var auðsjáanlega nokkuð brugðið þegar ég lá á flautunni sótrauður í framan af bræði með upprétta löngutöng.

En þó fór ég að pæla eftir á, að ég hef sennilega oft verið í talsvert meiri hættu með félögum mínum sem margir hverjir eru þó prýðis ökumenn, ekki allir áhugamenn um akstursíþróttir en heldur engir ökuníðingar.

Einhvertíma sat ég í bíl með ágætis vini mínum, sem er þó ágætur fyrir aðrar sakir en ökuhæfileika, og við vorum á þriggja strokka Suzuki Swift. Skelfingu lostinn, eins og túnfiskur í blikkdós, horfði ég uppá hann sveigja inná Kringlumýrarbrautina án þess að svo mikið sem horfa aftur fyrir sig (það vantaði spegilinn á Súkkuna). Þessi vinur minn var þó hvorki elliær, hár-, heyrnar- né tannlaus.

Ég man tildæmis líka eftir að ung stelpa á hvítri Vectru (kannist þið við einhverja?) hafi sveigt inná Reykjanesbrautina milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar á svo gott sem engum hraða þar sem umferðin var á um 80 til 100, enn og aftur var ég fenginn til að prófa bremsukerfi VW og enn og aftur stóðumst við raunina, ég og Hans Gruber yfirhönnuður bremsukerfis VolksWagen.

Boðskapur þessara dæmisagna er líklega sá að það fer ekki endilega eftir aldri fólks, né háralit, hvort það gerir mistök - það kemur fyrir alla, meiraðsegja mig :)

P.S. Þetta er líklega ekki alveg rétt hjá mér, ég held það ætti virkilega að endurskoða það hvort kvenfólk eigi yfir höfuð að fá að koma nálægt bílum, hvað þá að keyra þá!

P.S.S. Meðalgreindur simpansi mundi lesa umferðina betur heldur en meðalgreind ljóska. Staðreyndirnar tala sýnu máli!