Bílskúrsverkefni Datt í hug að senda hér inn stutta grein um svona “project” sem er hægt að dunda sér við í skúrnum, því það er svo lítið búið að koma inn af greinum nýlega:)

En ég er allavega búinn að vera spá mikið í hvað dót maður ætti að dunda sér við að gera upp í skúrnum eða hreinlega smíða eitthvað leiktæki. Ég ætla aðeins að segja frá því sem ég hef verið að spá í… og endilega komið líka með eitthvað sem ykkur dettur í hug!!

Svona það sem mig langar hrikalega til að gera er auðvitað að búa til einhvern “streetracer” bíl. Þar sem ég er mikill Porsche kall:) þá hef ég mikið skoðað breytingar í 944, frekar auðvelt að fá boddy af svoleiðið bílum og frekar ódýr líka. Nokkrir dellukallar hafa verið að setja V8 vélar í 944, sumir mjög flott breyttir en sumir hálfljótir… fúskarar sem troða þessu einhvernveginn oní húddið:)
Ég myndi vilja er að breyta 944 allverulega:) Annaðhvort myndi ég fá boddy af Turbo eða S2.
Það sem ég myndi svo byrja á að gera er að hreinsa gjörsamlega allt af boddýinu, innan úr bílnum líka. Inní bílinn myndi ég smíða veltibúr eins og í ekta keppnisbíl, aftursætin færu ekki aftur í bílinn heldur yrði hann bara 2sæta vegna veltibúrsins.
Þegar veltibúrið er tilbúið væri farið að vinna í því að koma vélinni í, en vélina myndi ég fá úr 928, helst úr S4 týpunni. Original er sú vél 320hö, 5,0 V-8 álvél mjög létt miðað við stærð. En til að hafa nú gaman að þessu myndi ég leggja smá vinnu í vélina áður en hún færi oní:) Ég myndi setja þrykkta stimpla í vélina til að geta gefið henni gott nítróskot, 200-300hö! Heddinn myndi ég porta til að fá þessi 10% sem það getur aukið aflið, svo fengi ég mér “heitann ás” eða “graðann” knastás eins og sumir kalla það:) Svo myndi ég fá flækjur á hana líka og auðvitað tölvukubb fyrir innspýtinguna, það eru 22-25hö. Við þessa breytingu ætti vélin að vera farin að skila tæpum 400hestöflum, svo plús NOS.
Svo væri það gírkassinn. Annaðhvort myndi ég fá úr 928 eða úr 944Turbo, kassinn úr turboinum er læstur sem er auðvitað gott mál;) Hann er sagður þola allt að 450hestöflum venjulegur en svo er hægt að kaupa í hann sterkari hluti þannig að hann þoli allavega 800hestöfl, veit það því að þeir sem eru að selja þessa hluti eru með 944keppnisbíl sem er 800hestöfl. En maður hefur nú kannski ekkert að gera með það:) Svo er líka spurning með 928 kassa en það er ansi sjaldgæft að finna beinskiptann kassa úr 928S4. Þá held ég frekar að það vær meira vit í 944 kassanum því hann passar beint í bílinn.
Fjöðrunina og allt hjólastell myndi ég helst vilja fá úr 968, ef það væri stjarnfræðilega dýrt væri betra að fá það allt úr 944Turbo.
Þegar kramið er allt komið væri gaman að gera bílinn svoldið reffilegann í útliti! Ég myndi breikka brettin, bæði að aftan og framan. (útvíkkanirnar á afturbrettunum ná þá útá hurðar). Sílsakitt væri flott líka saman við brettin(þetta kitt sem ég er að lýsa er til hjá breytingafyrirtækinu STROSEK). Húddið yrði líka frá STROSEK, með smá upphækkun á miðjunni og stórt loftinntak aðeins hægra megin við miðju. Ég myndi samt hafa turbo svuntuna eða spoilerinn sem er undir stuðaranum að aftan, það er hrikalega flott:) Svo væri flott að hafa hálfgert sílsapúst… það er flott að láta pústið koma niður um gat mjög aftarlega á sílsunum, tvo stúta hvoru megin, hef séð þetta á svona bíl og það fer honum hrikalega vel! En það er sennilega mikið vesen að útbúa það þarna undir og koma því vel fyrir… vera ef hitinn frá því myndi kveikja í bílnum. Þá er þetta þannig að pústið sjálft sést ekkert, bara stútarnir sem koma útur götum á sílsunum. Svo yrði pústið smíðað þannig að bíllinn verði frekar hljóðlátur í hægagangi en öskri 8gata drunum þegar er vel gefið inn:D. Svo myndi ég taka í burtu opnanlegu ljósin og setja í staðinn ljós sem eru venjuleg, spara smá þyngd;) Svo yrði skipt um boddýstykkið á milli ljósanna, sett af 924Turbo. Það er með 4loftgötum í. Svo myndi ég pottþétt láta dekkja alla glugga vel þannig að það sést illa inní bílinn. Svo spoiler af 968TurboRS, stillanlegann. Svo felgur, 18” Porsche CUP (5 arma) með 235/35R18 dekkjum að framan og 335/35R18 að aftan!
Þegar bíllinn er farinn að lúkka vel þarf að klára hann að innan. Stólarnir verða þá Recaro leðurkörfustólar, keppnisstólar. Þó að þetta ætti að vera hálfgerður “racer” myndi ég koma fyrir einhverjum nettum en góðum græjum, mega bara ekki vera þungar. Mælaborði sjálft yrði það sama nema að ég myndi klæða það með CarbonKevlar, líka eins mikið af innréttingunni og ég gæti, ásamt annaðhvort burstuðu áli eða krómuðu stáli. Kevlarplast og króm er hrikalega flott saman!! Plötuna sem mælarnir eru fastir á, sem smeygist svo inní mælaborðið, myndi ég smíða sjálfur og láta króma hana.
Svo væru 2 NOS kútar festir niður í skálunum þar sem aftursætin voru, helst krómaðir:)

Með svona breytingum á þessum bíl væri hann orðinn tæp 1300kg og með þyngdardreifngu 55/45% en original er hann 50/50. Þessir bílar eru með 4cyl vélar og eru tæp 1200kg, fer eftir ameríku og euro týpum(meira af styrktarbitum í ameríkutýpunni). Tek sem dæmi Turbo útgáfuna sem er 220hö, hann er 5,8sek í 100km/klst. Þannig að svona bíll sem er 1300kg og er kannski að skila rúmum 600hö( með NOS) útí hjól ætti að komast áfram!:)

Eins og þið sennilega sjáið þá er ég búinn að spá svoldið í þetta, og þetta mun verða til einhverntíman hjá mér, kannski ekki alveg nákvæmlega eins en mjög svipað. Byrja á þessu eftir skólann.

Þetta er það heitasta:) en svo er ég nú með hugmyndir af öðru þó ég fari nu ekki að lýsa því eins og þessu hér fyrir ofan;)

Enn annað sem mig langar líka til að gera:

-V8 vél í AustinMini
-Buggy bíll, grindarbíll smíðaður annaðhvort í botni af Vw bjöllu eða botni úr gömlum 911 og setja í þessa fisléttu grind gamla 911Turbovél… 300hö.
-Breyta gokartgrind þannig að ég geti sett 600-700cc vélsleðamótor aftaná, sem er þá einhver 120-150hö.
-Gera upp gamlann frægann spyrnukagga sem situr undir drasli(og reyndar inni í stærri bíl) heima og setja í hann V6 TwinTurbo vél úr 3000GT. Með þeirri vél væri hann um 700kg og 320hö. (efast samt um að kallinn leyfi mér að gera eitthvað í bílnum)

Ég veit að þetta er mikið af verkefnum og ólíklegt að maður geti nokkurntíman gert þetta allt, mér dettur alltaf eitthvað nýtt í hug til að gera þannig maður þarf bara að velja það ruglaðasta og vitlausasta;)

En endilega komið með einhver fleiri svo hugmyndir sem þið viljið segja frá, alltaf gaman að svona:)
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96