Nýr Nissan Z Ójá, tími var svo sannarlega kominn til að hleypa nýju lífi í framleiðsluflota Nissan, sem uppá síðkastið hefur sárvantað karakter og ferskleika.

Bíllinn mun líklegast fá nafnið 350Z. Nafnið er dregið af vél bílsins, en hún mun verða 3.5lítra v6 sem skilar yfir 260 hestöflum. Hún er sögð toga yfir 250 pundfet sem er nokkuð gott og segir eflaust meira en hestöflin um afl bílsins.
Tvær skiptingar munu verða á boðstólnum, 6 gíra ‘sequential’ beinskipting og 5 gíra sjálfskipting með tiptronic möguleika.

Markmiðið með bílnum er að skapa hreinan sportbíl, þar sem lítið tillit er tekið til kaupenda utan sportbíladellunnar. Hröðunin verður undir 6 sekúndum í hundraðið, og hámarkshraðinn yfir 240km/h.
Undirvagninn verður sá sami og í væntanlegum R35 Skyline, og getur það ekki talist annað en vægast sagt brilljant, því að ekki er leiðum að líkjast.
Boddí og skipulag bílsins skapa góða þyngdardreifingu vegna mikils hjólhafs og stöðu bílsins á vegi. (minnir óneitanlega á könguló, sem eru btw. stöðug dýr á velli)

Útlit og efnisval framleiðslubílsins verður ekki mjög frábrugðið concept bílnum, málmar í innréttingu og mikið af smáatriðum innan sem utan. Mjög góð og þörf þróun frá öllu endemis plastinu!
Lögun bílsins mun haldast nánast óbreytt, og vindstuðullinn verður í lægri kanntinum eða um 0.31cd.
Í aðalatriðum verður framleiðslubíllinn eins og concept bíllinn, nema að 20“ felgur víkja fyrir 18”, og innréttingin fær að sjálfsögðu meira notagildi.

Gripurinn er væntanlegur árið 2002, og verður spennandi að sjá hverju keppinautarnir skáka fram gegn þessum nýja alvöru sportbíl frá Nissan..