Ölvunarakstur Ég rakst á ljóð um daginn sem fjalla um ölvunarakstur, en þau snertu mig mikið. Það varð til að ég fór að hugsa um þetta málefni (og ekki í fyrsta sinn). Eftir mjög stutta internet leit fann ég síður um efnið, en af nógu er að taka.

Í upphafi vil ég benda á að myndin sem fylgir greininni er af raunverulegum fórnarlömbum ölvunaraksturs í Bandaríkjunum. Okkur hættir nefnilega til að hugsa um fórnarlömb slysa sem tölfræði en viljum sem minnst vita um fólkið á bakvið harmleikinn.

Samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var af Hauki Frey Gylfasyni, Rannveigu Þórisdóttur og Mariusi Peersen í samstarfi við Rannum og embætti ríkislögreglustjóra hafa 25% ungmenna ekið undir áhrifum áfengis einu sinni eða oftar. Þessar tölur eru nokkuð sláandi. Af hverju tekur fólk þessa áhættu?

Að mínu mati er ölvunarakstur í senn fáránlegt athæfi og gildra sem alltof auðvellt er að falla í.

Menn fara útá lífið, ætla að vera stabílir og drekka ekki. Svo glepjast þeir til að fá sér einn, og tvo, og þrjá og svo framvegis. Þegar að heimferð kemur þá fara menn að hafa áhyggjur af hlutum eins og leigubílum, hræddir við að skilja bílinn eftir og nenna ekki að sækja hann daginn eftir. Menn telja sjálfum sér trú um að þeir séu alveg hæfir til að keyra og aka af stað. Vandamálið er að dómgreindin er oft ekki upp á marga fiska, og þeir eru alls ekki hæfir til að taka þessa ákvörðun á þessum tíma.

Það sem menn verða að gera það er að setja sér lífsreglur sem þeir hvika ekki frá. Ef ég tel að ég muni freistast til að fá mér einn, þá á ég ekki að fara á bíl. Ef ég er á bíl og ákveð að fá mér í glas þá keyri ég ekki. Þetta er svona einfallt!

Einn vinur minn lenti í því fyrir mörgum árum að verða mannsbani með ölvunarakstri. Hann hélt víst að hann væri í lagi af því að hann hafði lagt sig en það kom á daginn að það dugði ekki til. Ég veit að hann var niðurbrotinn maður í mörg ár á eftir og ég er viss um að þetta víkur ekki frá honum nokkra stund þó hann sé ekki alltaf að ræða um málið.

Hvað var hann að spara? Líklegast einn leigubíl sem hefði kostað hann innan við 2.000 krónur. Það sem menn þykjast vera að spara eru svo hlálegar tölur að það tekur engu tali. Ef farið væri í arðsemisútreikninga m.v. líkur á að lenda í slysi eða vera tekinn þá kæmi hann í bullandi mínus. En þegar á botninn er hvolft þá eru það ekki peningarnir sem skipta máli heldur mannslíf sem glatast, og þau verða ekki metin til fjár.

Annar félagi minn áttaði sig á því að hann gat ekki staðist að keyra þegar hann var fullur. Hans mesta gæfa var að hann var tekinn af löggunni áður en hann gat skaðað sjálfan sig og aðra. Hann tók að mínu viti hárrétta ákvörðun er sviptingartíma lauk, hann ákvað að fyrst hann gæti ekki staðist freystinguna að keyra þegar hann væri drukkinn þá hefði hann ekkert með bílpróf að gera. Hann lét því sitt skírteini liggja hjá lögreglunni.

*****

En af hverju ráðum við ekki við að keyra eftir að hafa fengið okkur í glas? Eins og flestir vita þá slævast flest ef ekki öll skilningarvit okkar við neyslu áfengis og annarra vímuefna.

Við eigum erfiðara með að átta okkur á:

hraða,
staðsetningu,
stjórnun augna verður ábótavant
samhæfing hreyfinga og hugsunar verður léleg,
dómgreind skerðist
erum sein að sjá þætti í umhverfinu sem við þurfum að passa uppá
hægir á viðbrögðum.

Við erum alls ekki hæf til að stjórna ökutæki í þessu ástandi, þrátt fyrir að sljó hugsun reyni kannski að villa okkur sín.

*****

Ýmsar tölulegar staðreyndir um ölvunarakstur, gögn frá USA:

Það er talið að árið 2002 hafi 17.419 manns látist vegna ölvunaraksturs, en það er 41% allra banaslysa í umferðinni þar í landi.

Talið er að 3 af hverjum 10 Bandaríkjamönnum muni lenda í slysi er tengist ölvun á sinni lífsleið

Árið 2001 slösuðust yfir 500 þúsund manns í slysum sem rekja má til ölvunaraksturs

Það er algengast að fólk hafi verið að drekka bjór þegar það er tekið vegna ölvunar eða hefur lent í slysum

Það að drekka sterkt kaffi eða fara í kalda sturtu lætur ekki renna af okkur. Við verðum að gefa líkamanum tíma til að losa sig við áfengismagnið.

*****

Ég held að við myndum ekki vilja vita af okkar nánustu í umferðinni með ölvaða einstaklinga í kringum sig, og ættum því ekki að bjóða nokkrum uppá þvíumlíkt.

Ég ætla svo að enda þetta á ljóðunum sem ég gat um hér fyrir ofan:

PARTY POEM

I went to a party,
And remembered what you said.
You told me not to drink, Mom
So I had a sprite instead.
I felt proud of myself,
The way you said I would,
That I didn't drink and drive,
Though some friends said I should.
I made a healthy choice,
And your advice to me was right,
The party finally ended,
And the kids drove out of sight.
I got into my car,
Sure to get home in one piece,
I never knew what was coming, Mom
Something I expected least.
Now I'm lying on the pavement,
And I hear the policeman say,
The kid that caused this wreck was drunk,
Mom, his voice seems far away.
My own blood's all around me,
As I try hard not to cry. -
I can hear the paramedic say,
This girl is going to die.
I'm sure the guy had no idea,
While he was flying high,
Because he chose to drink and drive,
Now I would have to die.
So why do people do it, Mom
Knowing that it ruins lives?
And now the pain is cutting me,
Like a hundred stabbing knives.
Tell sister not to be afraid, Mo
Tell daddy to be brave,
And when I go to heaven,
Put Daddy's Girl on my grave.
Someone should have taught him,
That its wrong to drink and drive.
May! be if his parents had,
I'd still be alive.
My breath is getting shorter, Mom
I'm getting really scared.
These are my final moments,
And I'm so unprepared.
I wish that you could hold me Mom,
As I lie here and die.
I wish that I could say, “ I love you, Mom!”

Höfundur ókunnur


A NIGHT OF REMORSE
I had a few drinks, on that late night
Can I call you a cab?” asked the bartender,
No, I said I’m not drunk, not quite.
I stumbled out the door and hopped in my car,
I swerved on the freeway, away from the bar.
You entered the freeway toward home from a friends,
Carefully driving in that lovely Benz.
I didn’t see it coming, I should have seen it there,
The path that was before me was no longer there.
I weaved in and out of all of the lanes,
I lost all my judgment then the silence came.
My life changed in an instant and your life was gone,
I knew it was over, it didn’t take long.
I was rushed to the hospital and it became clear,
I laid in the ambulance and started to tear.
Where did my life go? I couldn’t tell,
I decided that night that I would not dwell.
So I stand here before you on this clear day,
I’d like to trade places, I wish there was a way.
I wish you could walk, I wish you could smile,
I wish you could be here and give birth to your child.
Your life was taken by my mistake,
When I think of you, I start to ache,
I have remorse for what I’ve done,
I’ve been to A.A. meetings, I haven’t missed one.
I don’t live for myself I live in your place,
I stand here now only by God’s grace.
Why it was you, I don’t know,
There are so many feelings that I cannot show.
I’m sorry for that night, I’m sorry for tomorrow,
But most of all I’m sorry for the sorrow.
I will think of you each and every day,
I guess I’m sorry, is all I wanted to say.

Höfundur,
Teresa Hildreth


JHG

Heimildir:
Vefur umferðarstofu, www.us.is
Mæður gegn ölvunarakstri, http://www.madd.org/home/
Aðrar síður:
http://www.itsnotanaccident.com/
http://www.ar rivealive.com/