Í tilefni þess að Hekla var að sýna nýja Golfinn ákváðum við, “flat6” og “V12” , að fara og prófa gripinn.
Sýningasalurinn var fullur af Golf bílum, allar útgáfurnar sem eru komnar út. Aðalmunurinn á bílunum var vélarstærðin , 1,4FSI , 1,6 og 2,0. En bílarnir voru líka með mismunandi innréttingar, mismunandi sæti og fleira, en þar sem ég veit ekkert um það þá ætla ég ekki að tala meir um það;) Minnir samt að það séu Comfortline, trendline og sportline… ekki alveg viss samt.

Auðvitað var mesta fjörið á sýningunni að keyra bílinn. Bílarnir sem við fengum að prufa voru 2,0týpan og 1,6. En við tókum þetta eiginlega í vitlausri röð, 2,0 bílinn fyrst. Þá auðvitað fannst manni ekkert gerast þegar maður steig á gjöfina á 1,6bílnum!

En reynsluaksturinn var skemmtilegur fyrir utan mikla umferð á götunum þar sem við vorum.

2Lítra bíllinn sem við fengum var sjálfskiptur en var líka með +/- skiptingu þar sem maður skiptir sjálfur með því að færa stöngina fram til að skipta upp, og aftur til að skipta niður… vita sennilega lang flestir hvernig þetta virkar.
Maður tók strax eftir því hve þægileg sætin voru, frekar djúp með góðum stuðningi til hliðanna og við bakið. Það eiginlega fékk mann til langa til að þrykkja honum í gegnum beygjur:) Hann var sportline held ég.
Það sem er nýtt í öllum bílunum er spólvörnin og skriðvörnin en þessi kerfi eru einhvernveginn tengd saman. Og auðvitað var farið á gott svæði þar sem allt þetta var prufað.
Það var aðeins farið að blotna balbikið þannig það var orðið aðeins sleipara yfirborðið. Ég valdi eina ákveðna beygju sem ég tók á jafnmiklum hraða 2 sinnum en í annað skiptið með krið og spólvörn á.
Það er skrýtin tilfinning sem maður fær þegar maður reynir að slæda bílnum til og gefa í botn að alltíeinu svarar hann ekki bensíngjöfinni og maður finnur hann bremsa til að rétta sig af. Það er líka fynndið hvað kerfið er lengi að grípa inní, það líður smá tími frá því þegar hann byrjar að renna og þangað til hann fer að bremsa sig niður.
En ef maður ber saman tímann sem tók að fara í gegnum þessa u-beygju þá er ég viss um að við vorum fljótari með slökkt á kerfinu.

Bíllinn var sæmilega sprækur, þó mætti upptakið upp í ca. 30kmh vera meira en eftir það þá var mjög góð vinnsla… fór óvart uppí 150 á suðulandsbrautinni án þess að taka eftir því (tek það fram að það voru engir bílar nálægir þá svo ekkert fara að skammast!)
Bremsurnar voru nokkuð góðar líka.


Svo var það 1,6 bíllinn. Hann var beinskiptur sem er auðvitað skemmtilegra.
Þeir voru auðvitað nánast eins að keyra þá fyrir utan það að fyrri bíllinn var á low profile dekkjum og hafði þá aðeins meira grip. Svo var eins og 2lítra bíllinn væri aðeins þyngri að keyra hann.
Báðir bílarnir lágu nokkuð vel, ég prufaði þó 1,6 bílinn betur með í því með því að fara í s-beygju á svoldnum hraða … auðvitað með slökkt á öllum búnaði nema abs reyndar.


Svona í heildina litið þá er ég mjög sáttur við þennan bíl og gæti vel hugsað mér að eiga svona. Tæki hann þá svartann með 2,0bsk , “17 álfelgur low profile, sportline og nett spoilerkitt( ekki of mikið). En verðið er annað… svoleiðis eins og ég myndi vilja hann þá myndi hann kosta 3,1milljón!!!… fyrir lítinn smábíl, frekar mikið.


Eru ekki einhverjir hér sem prufuði bílanna líka?? Endilega komið með eitthvað um hann… um að gera að reyna lífga eitthvað uppá þetta áhugamál hér, það er búið að vera steindautt í smátíma.
Accent ‘95 - Micra 2,0GTi ’96