Reiknaðu verðið út sjálf/ur! Þetta er eiginlega frammhald að greininni hanns Mal3 sem heitir “Japanskir sportbílar. Verðhugmyndir.”.

Enn svona reiknar þú sjálf/ur út verðið á bíl sem þú hefur áhuga á að kaupa og flytja inn.


1. Þú finnur út verðið á ökutækinu í ísl. kr.
2. Bætir við 1% tryggingargjald við verðið (Ekki skylda!)
3. Bætir Flutningsgjaldinu við.
4. Svo bætir þú vörugjaldinu við.
5. Svo bætir er vsk bætt við.
6. Að lokum er skráningargjald og skoðun.

Flutningsgjald frá USA er sc. 100.000 Ísl kr.
frá Bretlandi eða norðulöndum og t.d. Þýskaldi er um 50.000 - 80.000 Ísl kr

Þú finnur verð á gjaldmiðlinum t.d. á textavarpinu hjá Rúv (Stöð 1) á síðu 571.

Vörugjald á bifreiðum fer eftir vélarstærð (alveg fáránlegt)
Bílar með 0 - 2000 cc Bensínvél er í 30%
Bílar með 2001 - Uppúr cc Bensínvél er í 45%
(Ríkið er reyndar alltaf að að hræra eitthvað í þessum tölum)


Útreiknun á bíl sem keyptur væri í USA t.d. Notaður Ford Mustang 5.0.

1. Segjum að bílinn kostaði 20.000$, USA-dollarinn er 87 kr í dag (13.4.01) svo 20.000 * 87 = 1.740.000 Ísl kr.

2. Bætum við 1% tryggingargjaldi, 1.740.000 * 0,01 = 17.400 Ísl kr - 1.740.000 + 17.400 = 1.757.400 Ísl kr.

3. Bætum við flutningsgjaldinu, 1.757.400 + 100.000 = 1.857.400 Ísl kr.

4. Bætum við Vörugjaldinu, Hann er með 5000cc bensínvél svo vörugjaldið er 45% (Fyrir 4 árum var það 65%), 1.857.400 * 0,45 = 835.830 Ísl kr - 1.857.400 + 835.830 = 2.693.230 Ísl kr.

5. Bætum við Virðisaukaskattinum (VSK), hann er 24,5 % af bifreiðum, 2.693.230 * 0,245 = 659.841 Ísl kr - 2.693.230 + 659.841 = 3.353.071 Ísl kr.

6. Svo leggst eitthvað skráningargjald og skoðunargjald við allt sem innan við 30.000 kr (Er ekki viss hvað það er uppá kr.)

Svo endanlegt verð væri um 3.370.000 Ísl kr. Kominn á götuna hérna heima.

Hugsið ykkur bílinn mundi kosta 1.740.000 Ísl kr. úti í USA og þar gætir þú bara keyrt hann á götunni þar. enn þegar hann væri kominn hingað heim mundi hann kosta 3.370.000 Ísl kr. Vá 3.370.000 - 1.740.000 = 1.630.000 Næstum helmingi meira - Maður gæti átt tvo Ford Mustang bíla í USA á meðan maður á bara 1 hérna heima, OJ!
Svo borgar maður 3,5 sinnum meira fyrir bensínið hérna heima enn þar. (Reyndar er bensín í Evrópulöndum líka dýrt, enn á fáum stöðum eins dýrt og hér).

p.s.
Passið bara að ef þið eruð að skoða bíla frá Bretlandi að þeir séu Left Hand Drive (LHD)- (Það ER HÆGT að fynna svoleiðis bíla.)

Svo óskum við þess að vörugjald lækki og verði jafnvel alveg lagt niður. - Er það ekki?

NEI - ÉG Á EKKI FORD MUSTANG OG ER EKKI AÐ FARA KAUPA NEINN!