Okur verð!
Jæja þá er ég búin að áhveða það að taka mig til og fara að gera við bilinn minn (loksins). Ég ætla mér að taka allt í sundur og betur bæta, ég er með miklar vonir bundnar við bílinn.

Ég ætla að taka vélina uppúr og taka hana í gegn og kaupi alla varahlutina hjá Kistufeli (varahlutaverslun), og svo einhverja tune-up hluti á Ebay. Verðið hjá Kistufeli er alveg ágætt og mjög góðar vörur sem þeir eru að selja og alveg topp þjónusta.

Svo í dag eftir skóla fór ég uppí ÁG Motorsport og Tómstundarhúsið.

Tómstundarhúsið: Þegar að ég labaði í þá var eingin framí búð og svo er (að minu matti) ömurlegt úrval og mjög illa upp raðaðar allar (bíll) vörurnar í búðini. Svo fer ég að spurjast fyrir um ýmsa hluti (bremsudiska, Strut-bar o.fl.), og allan tíman sem ég er þarna þá fynst mér vera voða þungur andi yfir allri búðini. Svo þegar að það kemur að verðinu í þessari búð, þá lætt ég frekar bílinn minn standa númers lausan frekar en að fara að eyða hundruðir þúsunda króna í þessari búð fyrir örfáa hluti í bilinn minn.

ÁG Motorsport: Mjög vél sett upp búð að minu mati, góð brita og góð þjónusta. En það gildir það sama með þessa búð og Tómó, ég er ekki tilbúinn að fara að eyða ÖLLUM sumar launonum minum í að gera upp bilinn minn (þótt að mig langi það). Mæli samt með að fólk liti á útsöluna hjá þeim.

Verð dæmi:
Tómo: Gírhnúi allt að 7-8 þús. kr. (og það ljótur gírhnúi)
ÁG Motorsport: Remus púst kútur 39 þús. kr. (með 40% afslætti)

Besta verðdæmið af öllum sem ég get sagt frá þá er það QUALITY UNIVERSAL HOSE SLEEVING KIT. sem ég keyfti á Ebay fyrir 3 þús. kr. (MEÐ sendingarkosnað og toli) og það kostar litlar 10900 kr. uppí Tómó.

Eftir þenan könunar leiðangur minn þá áhvað ég bara einfaldlega að kaupa allt sem ég mögulega gett á Ebay og spara mér morðfjár í leiðinni. Ég þarf vist að kaupa einhverja hluti hjá ÁG og Tómó en það verður ekki mikið ef ég fæ einhvað um það ráðið.

Ég er að velta því fyrir mér hvort einhver sé sammála mér í þessum málum eða er ég bara svona DJÖFULI niskur námsmaður?

PS. allt sem ég skrifa í þessa grein er allt mitt álit.
Með fyrirfram velvirðingu fyrir stafsetningarvillur.