Ég hef tekið eftir því í gegnum tíðina að maður sér oft setningar eins og “imprezur og hondur” “imprezur eru ofmetnar” og svo framvegis,
og ég veit að það eru margir sem vilja meina að þetta sé bara subaro impreza með spoiler og kösturum. og svo eru þessir bílar oft sérstaklega hataðir af þeim sem aðhyllast þýska bíla og sérstaklega ameríska bíla.

Ég man sérstaklega þá tíð að ég vildi ekki sjá nokkuð annað en gamla ameríska pramma með stórum áttum, og þá hataði ég ekkert jafn mikið og einmitt imprezur. af hverju? jú mér fannst eigendur þeirra yfirnáttúrulega miklir gúmmítöffarar alltof mikið til af þeim og svo framvegis.

Ég hef í dag orðið töluverða reynslu af svo gott sem öllum kynslóðum þessa bíls. ég hef keyrt nýjasta wrx-inn nokkur þúsund kílómetra við flestar aðstæður, eldri wrx-inn (bug eye) í snjó og hálku jafnt sem þurru, 94 GT einnig og síðast en ekki síst átti ég 00árg af umræddum bíl og keyrði hann fleyri þúsund km.

lýtum aðeins á bílin í hnotskurn,
um er að ræða breytta útgáfu af minni of ódýrari bíl subaru.
bíllinn er að mig minnir rúmir 4.3m á lengd og 1.7m á breidd þó ég taki ekki ábyrgð á því. 1283kg 4wd og 218hö,
gefin upp frá 5.5-étt rúmlega 6sec í 100, fer eftir bensíni hitastigi og flr, þannig að ekki fer á milli mála að á blaði er hér um að ræða grip sem virðist nokkuð spennandi.

í útliti er bíllin frekar látlaus og ekkert svo ólíkur 2.0l GL, turbo bíllin er þó með annan framstuðara smá kitti á sílsinum, hornum sitthvoru megin á afturstuðaranum grillið aðeins dýpra og síðast en ekki síst stæðstu einkenni bílsins, hár afturspoiler og loftintak á húddinu sem gefur til kynna að hérna sé ekki alveg venjuleg impreza á ferðini.

Að innan er hann að mestu leyti eins og standartin með nokkrum undantekningum þó, bíllin fékst annahvort með dúpum körfustólum eða ljósbrúnum leðursætum. hvítir mælar, MOMO stýri og gírhnúður og ýmislegt flr.

En aftur að aðalmálinu.
Eru þessir bílar ofmetnir eða metnir að verðleikum?
það eru 2 hlutir sem þessi bíll hefur, sem fæstir geta neitað og það er heljarmikið upptak og frábærir aksturseiginleikar.
í akstri eru þessir bílar nokkuð sportlegir, grjótstíf fjöðrun mjög ratvíst og skemmtilegt stýri, og síðast en ekki síst rosalegt upptak út 1-2-3 og bara nokkuð gott þangað til þú ert komin langleiðina með 5gírinn, og ég get alveg staðfest það á þjóðvegum landsins (hlykkjóttir og mjóir) eru fáir bílar sem geta hrist imprezuna af sér. það er nánast sama hversu hratt maður fer í beygju og eru það ófáar beygjurnar sem ég hef farið með hálflokuð augun í gegnum og verið eitt stórt spurningarmerki í framan eftir að ég kom úr beygjuni, en það sem mér fannst sérstaklega skemmtilegt við prezuna var að á möl gastu keyrt eins og á malbiki ég mæli hiklaust með því við hevrn sem er að prufa sona bíl á möl, og síðast en ekki síðst í snjó+hálku en það getur verið hættulega gaman að leika sér á þeim þar en bíllin deilir aflinu nokkuð meira á afturhjólin og leitast hann því alltaf við að setja afturendan dáldið til hliðar, en vegna framdrifsins er þó ekkert mál að halda honum stöðugum,

en þrátt fyrir marga plúsa verður því ekki neitað að hún eins og aðrir bílar hefur marga mínusa líka. rekstur á sona bíl er töluverð útgerð, og var mín t.d að eyða um 17-20l í blönduðum akstri og voru flestir sem maður talaði við á svipuðu róli,
fyrir mína parta eru það full lítið hljóðeinangraðar og varahlutaverð fáránlega hátt. og svo er það umtalaðasti gallin, vélarnar virðast eiga það til að gefast upp bara hér og þar.vélin í bílnum mínum fór í 56þús km og sögðu þeir hjá ingvari helgasyni að vélarnar væri gallaðar í að því virtist vera stórum hluta bílana sem kom hingað á árunum 99-00 sérstaklega 99. ég reyndi að grafast sem mest fyrir um þetta og spurði m.a mikið um þetta á breskum netspjöllum en þar eru þessir bílar mjög algengir. þar könnuðust menn ekki við þetta og virtust þær vera til friðs þar. og svo virðist vera sem eldri bílanir s.s fyrir 98 geti gengið og gengið. ég var mikið á 94 bíl sem var mikið búið að taka á og komin í rúma 170þús km á vél og túrbínu og hann sló ekki feilpúst, einnig virðast wrx-arnir vera standa sig með prýði,

Fyrir mína parta tel ég þessa bíla alls ekki vera ofmetna, því að því verður ekki neitað að þeir þrælvirka og hafa aksturseiginleika sem margir mun dýrari bílar geta ekki státað af.
einnig finnst mér persónulega einn stæðsti plúsin við þær að þetta eru bílar sem eru praktískir og nothæfir allt árið, 4dyra ágætlega plássmiklar með áberandi góðum sætum, fjórhjóladrifnar og mjög góðar í snjó.
ég tek það fram að ég á ekki bílin lengur og er ekkert súper imprezu fan.þannig að eg er ekki á neinn hátt hlutdrægur,
það bara fer í taugarnar á mér þegar ég sé fólk vera segja þá ofmetna því að ég veit hversu vel þær virka og hvað er málið með að setja þær í sama flokk og vti civic? vti civic er lítil 3dyra bíll með 160hö 1.6l vél og framhjóladrifinn. það eina sem ég sé líkt með þessum bílum, er að þeir hafa báðir orðið fyrir barðinu á þessum svokölluðu fm hnökkum, en þar fyrir utan eru þetta mjög ólíkir bílar með mjög ólík “perfomance”

takk fyrir mig

kv, v8man (nú v8mannn :(