Nýlega komu myndir og grein (ef ég man rétt) frá HelgaPalla um nýja Lancer Evo sem verður þá númer VII. Ég er búinn að sjá fleiri og betri myndir ásamt því að lesa road-test og verð að segja að hann lofar góðu. Hann er ekki alveg jafn aggressívur í útliti og Evo VI en þetta virðist vera það sem er að gerast í dag m.v. útlitið á Focus RS. Sjálfur er ég sáttur við þá þróun og þótt Evo VII sé enginn fegurðardís þá kvarta ég ekki. Innréttingar verða mun fágaðri og Evo VII verður með ennþá fleiri leikföng en sá eldri. Malbiks-, snjó- og malarstillingar fyrir centre-differential (ísl. einhver?) ásamt “yaw-control” eins og sumar útgáfur Evo VI höfðu.

Nýji Evo verður meiri og þægilegri hversdagsbíll en gamli og þótt hann verði ekki alveg jafn brjálaður og sá gamli verður hann eldsnöggur og vafalaust meðal sneggstu götubíla sem finnast.