Það er búið að bera dálítið á nýju heitu hatchback bílunum frá Honda og Ford hér á bílar undanfarið. Myndir hafa sést af bæði Civiv Type-R og Ford Focus RS ásamt öðrum upplýsingum.

Það er mjög mikið að gerast í þessum geira einmitt núna sem er ágætt. Peugeot er með ca 180 hö útgáfu af 206 í burðarliðnum enda hafa þeir orðstýrs að gæta á þessu sviði og 206 GTi/S16 þykir ekki hafa staðið undir honum, sérstaklega ekki ef litið er til að heitasti Clio-inn (að undanskyldum V6 að sjálfsögðu) er heil 172 hestöfl og hreint þrusugóður. Svo kemur Peugeot 307 á árinu og þó að XSi (138 hö) verði heitasta útgáfan fyrst um sinn má búast við að 180 ha útgáfa komi bráðlega. Vonandi verður það ekki heitasta módelið því eins og flestir bílar í þessum flokki er 307 mun þyngri en forverinn 306 eða aðeins yfir 1200kg!

Fiat Bravo HGT var kannski ekki mest spennandi af þeim heitu en hann var þó fallegur og með áhugaverðan 20v fimm strokka línuvél, samskonar og í Fiat Coupe. Arftaki Bravo verður Stilo og hann mun státa af 170hp 2.3l fimmu. Miðað við hvað er að gerast í þessum geira þá mega Fiat-menn að hafa sig alla við til að komast í fremstu víglínu.

Að lokum ber að nefna að hætt er við að heitasta útgáfan af nýja Mini verði ekki mjög heit. Mini Cooper mun koma í þremur útfærslum sem kallast eftir því hve heitar þær eru: Salt, Pepper og Chilli. Langar einhvern í Mini Cooper Chilli??? Með 1.6l mótor sem gefur 116 hö þá veitir Mini nýja ekki af megrun því hann mun vega 1040kg!

Stuðst við Apríl 2001 hefti evo en skv. því virðist allt vera að fyllast af GTi bílum og ofurbílum!