Karlmenn og bílar eq. disaster? Gaman að segja frá því að mín reynsla í umferðinni er talsvert öðruvísi en ykkar flestra karlmannanna. Þrisvar hefur verið keyrt aftan á mig af ungum karlmönnum (sjónlausum öpum) og í ÖLL skiptin hef ég verið stopp á rauðu ljósi í algerum rólegheitum. Seinasta skiptið var á Reykjanesbrautinni þar sem einn 17 ára með þriggja mán. gamalt ökuskírteini og 2 daga gamlan bíl dúndraði aftan á mig og mínu fínu Carinu á fullspeed. Bíllinn minn hentist á næsta bíl sem hentist á næsta bíl og var bíllinn minn ónýtur og næsti bíll mikið skemmdur. Sá litli hafði verið að spjalla svo mikið við kærustuna að hann tók ekki eftir (???) mér og öðrum bílum stopp á rauðu ljósi.

Ég er í Háskólanum og keyri ofan úr Breiðholti á hverjum degi, fer yfirleitt Miklubrautina þó hún sé leiðinleg og mjög oft verð ég vitni að því þegar fólk fer yfir á rauðu en sleppur fyrir einhverja Guðs mildi. Seinast í gær fór maður á Boru yfir á rauðu ljósi því hann var svo upptekin við að tala í símann. Það var öðrum ökumönnum og mér að þakka að hann drapst ekki í miðju símtali.

Árið 1999 byrjaði ég í vinnu þar sem ég var seld út til viðskiptavina (nei dóninn þinn, ekki sem vændiskona) og var keyrandi útum allan bæ allan daginn. Það sem ég varð vitni að með konur í umferðinni var aðallega hvað þær eru ragar að fara af aðreinum yfir á aðalgötur, þær bíða þar til ekki sést bíll í mílufjarlægð og get ég mjög auðveldlega bara beðið með þeim. Ég vill ekki segja endilega að konur séu öruggari í umferðinni því þær virðast vita betur en að halda sig einhverja ofurökumenn eins og margir karlmenn halda að þeir séu. Flestir karlmenn sem ég þekki (og sé á götunum) halda að þeir séu guðsgjöf til bíla og keyrslu og aka eftir því.

Í fyrradag var ég að sækja barnið mitt á leikskóla í Breiðholti og þarf ég að fara um þrengingu til að komast þangað. Langflestir eru þokkalega kurteisir og fara 2-3 bílar yfir öðru megin og hleypa svo 2-3 bílum yfir hinum meginn…semsagt almenn kurteisi í umferðinni. Bíllinn á móti mér stoppar og ég er komin á miðja þrenginguna þegar karlmaður á rauðri Lödu station tekur sig úr röðinni á móti mér (var þriðji bíll) og bara gefur í. Ég snarnegli niður og gaurinn tróð sér yfir þrenginguna og munaði engu að hann tæki speglana af bílnum mínum. Nú, í hálfa sekúndu var aðeins hálfur meter á milli okkar mannsins og þegar ég horfi furðulostinn inn í bílinn hjá honum fæ ég þetta líka fallega Fokkmerki yfir til mín. Ég lýsi hér með eftir dónalegum ungum manni á rauðri Lödu og mæli með því að hann láti leggja sig inn á geðdeild.

Ég veit ekki hvað málið er, ég sem kvenmaður er ekki að sjá allar þessar stórhættulegu konur sem karlmenn tala um í umferðinni. Ég sé hins vegar hættulegu karlmennina á \“ofurbílunum\” sínum keyra um götur oft eins og þeir séu Palli var einn í heiminum.

Ég held að við ættum öll, hvort sem við erum konur eða menn, slaka aðeins á í umferðinni og vera kurteis og gefa sjensa. Einnig að leggja af stað á réttum tíma til að við þurfum ekki að flýta okkur svona mikið. Það er bókstaflega óhugnanlegt með öll dauðsföllin í umferðinni, svo ég tali nú ekki um allt fólkið sem slasast vegna þess að aðrir voru að sýna sig, tala í símann, flýta sér eða bara ekki með hugann við aksturinn.

Kærar þakkir fyrir lesturinn,

IceCat