Renault Clio Sport 172 Ég hef ætlað að rita stutta grein um bílinn minn í nokkurn tíma og ákvað að láta nú loks slag standa.

Bíllinn minn er Renault Clio Sport mk2, eða Clio 172 eins og hann er oft kallaður til að aðgreina þá V6 bílnum. Þetta er önnur útgáfa þessa bíls, þ.e. í boddyinu sem kom seinni helming ársins 2001.

Renault hefur í gegnum tíðina átt allnokkra skemmtilega smábíla og má þar nefna t.d. Renault 5 Turbo, Clio 16v, Clio Wiliams, Megane Williams, Clio Sport 172 og V6(spurning að hafa V6 með í þessari talningu). Fyrri útgáfa 172 kom árið 2000 og vakti hann strax athygli bílapressunar fyrir skemmtilega aksturseiginleika og gott afl. Önnur útgáfa kom svo á síðari hluta árs 2001 og loks Cup útfærsla árið 2002. Svo núna á þessu ári er að koma endurbættur Clio Sport sem ber nafnið Sport 182 en hann er eins og nafnið gefur til kynna 10hö aflmeiri en fyrirrennarinn auk þess að vera lítilega breyttur útlitslega.

Hjarta Clio 172 er 4cyl 16 ventla 1998cc vélin, en hún er að skila 172hö við 6250rpm og 200Nm við 5400rpm. Þetta er háþrýst N/A vél (11.0:1 í þjöppu!) með töluvstýrðri ventaltækni (VTEC) og þarf því að snúa dálítið til að fá aflið útúr henni, en þó togar hún vel svo ekki þarf að hringla mikið í gírum í daglegum akstri. Togið í þessari vél kemur mér alltaf jafnmikið á óvart og þykir magnað hvað hann fer létt með brekkur í 5. gír á undir 100km/klst, jafnvel með 2 farþega. Ekki er mikið í boði af tjún hlutum í þesa vél á eins og er, en þó er 250+hö (og upp í 320+) turbokit og 220hö throttlebodykit á leiðinni. Menn hafa eitthvað verið að setja þetta venjulega síu-kubb-púst dæmi í þessa bíla og á eru þeir að skríða í tæp 200hö skv. dynomælingum.

Bremsukerfi 172 er mjög gott en 280mm loftkældar diskabremur með ABS eru allan hringinn. Clio 172 hefur komið ótrúlega vel út úr bremsuprófunum og skákað þar bílum eins og Ferrari 360 Modena, Lamborghini Diablo GT, Caterham Superlight R500 og Porsche 911 Turbo. Cup útfærlsan er ekki með ABS bremsum.

Fjöðrunin er líklega eitt það skemmtilegasta við þessa bíla, nema þegar ekið er á holóttum vegi… Að framan er Mac Pherson með gormum, dempurum og anti roll bar en að aftan er svo hálf-sjálfstæð fjöðrun tengd með torsion stöng ásamt svo gormum, dempurum og anti roll bar. Fjöðrunin er stíf og þétt svo bíllinn liggur einstaklega vel í beygjum og eru Clio 172 oft kallaðir B-road monster í Bretlandi, en á þröngum hlykkjóttum vegum er 172 í essinu sínu. Cup útgáfan er einum 3mm lægri en venjulegur 172 og þykir hann höndla með endæmum vel.

Þessir bílar eru vel búnir og meðal staðbúnaðar má nefna sportstóla með svörtu leðri/alcantara, stafræna miðstöð með A/C, Xenon aðalljós, CD auk 6 diska magasíni, 16x7" álfelgur á 195/45 Continental eða seinna Michelin dekkjum, þokujós, aðra stuðara og sílsalista.

Það sem helst hrjáir þessa bíla er að þeir hafa ekki læst drif og eru því oft dálítð ragir af stað. Einnig hrjáir þá þessi týpíska franskra-bíla veiki en í þeim á til að bila ýmislegt smálegt og braka í einu og öðru. Þó hef ég blessunarlega alveg sloppið við bilanir ef frá er talið háuljósa og afturhitara vöntun þegar ég fékk bílinn, en það var fljótlega lagað mér að kostnarlausu.

Þessir bílar eru temmilega sprækir og eru að ná 100km/klst á undir 7sek ásamt því að fara 1/4 míluna á undir 15sek óbreyttir. Ekki er óeðlilegt að lítið breyttir(sía-púst-kubbur) bílar séu að ná 100km/klst á um 6.5sek og 1/4 mílu á lágum 14sek. Samt eru þessir bílar fyrst og fremst brautarbílar og spyrnur ekki þeirra sterkasta hlið. Þeir eru í essinu sínu eins og ég sagði áður á hlykkjóttum vegum með enga umferð eða á akstursbrautum svo ekki sé nú minnst á tóm hringtorg. Það var einmitt í grófum hringtorgarakstri sem ég kolféll fyrir þessum bíl og hef enn ekki fundið sama skemmtangildi í öðrum bíl, þó hef ég prófað fjölmarga bíla sem þykja frábærir akstursbílar.

Ef það eru einhverjar spurningar, þið vitið eitthvað meira eða viljið leiðrétta mig þá endilega svarið mér hér að neðan.

Hægt er að sjá fleiri myndir af bílnum mínum á síðunni http://www.cardomain.com/id/svenni
I WAS BORN FOR DYING!