Ég er lengi búinn að vera að óska mér að komast í eitthvað svona “amatör” mótorsport þar sem venjulegi bíllinn mans væri nothæfur. Þó ekki væri það meira en að setja upp nokkrar keilur á auðu malbiksflæmi og fara svo í svona svig (slalom). Það þarf ekkert svaka skipulag og það er jafnvel hægt að blanda öllum bílum saman og sjá svo bara hvernig manni gengur upp á gamanið. Er það rangt hjá mér að ekkert í þessa áttina sé að gerast hér á landi? Þetta væri frábært til að ná betri tökum á akstrinum og fá smá útrás.

Ég er ekki viss hvaða félag hefur mótorsport á sinni könnu en það væri gaman að brydda upp á þessu máli við viðkomandi.

Eru ekki neinir fleiri sem hafa áhuga á svona nokkru?